Erlent

Útgönguspá: Flokkur Pútíns tapar fylgi en fær þó tæp 50 prósent

Kosningar hófust í Rússlandi í dag en kosið er til neðri-deildar þingsins. Útgönguspár gera ráð fyrir því að Sameinað Rússland, flokkur Vladimir Pútín, hafi tapað miklu fylgi. Sölvi Tryggvason sinnir eftirliti með kosningunum og segir þær hafa farið vel fram.

Útgönguspáin er gerð af Rússneska ríkissjónvarpinu. Samkvæmt henni fær Sameinað Rússland tæp fjörtíu og níu prósent greiddra atkvæða. En í síðustu kosningum fékk flokkurinn sextíu og fjögur prósent. Ef spáin reynist rétt fengi flokkur Pútíns tvö hundruð og tuttugu þingsæti af þeim fjögur hundruð fimmtíu sem eru í neðri deild þingsins. Nú hefur flokkurinn þrjú hundruð og fimmtíu sæti þar.

Margir fréttaskýrendur telja kosningar fyrst og fremst vera þjóðaratkvæðagreiðslu um vinsældir Putíns, en eftir þrjá mánuði mun hann aftur bjóða sig fram til forseta. Hann var áður forseti tvö kjörtímabil frá árinu 2000 til 2008.

Fréttamaðurinn Sölvi Tryggvason er staddur í Nósibirsk, höfuðborg Síberíu, í kosningaeftirliti á vegum öryggis og samvinnustofnunar Evrópu. Hann segir kosningarnar hafa farið nokkuð vel fram. Hann segir kjörsóknina góða og að Rússar beri mikla virðingu fyrir lýðræðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×