Erlent

Saudi Arabar gætu neyðst til að koma sér upp kjarnorkuvopnum

Svo getur farið að Saudi Arabía neyðist til að koma sér upp kjarnorkuvopabúri til mótvægis við kjarnorkuvopnabú Ísraels og áætlanir Írans um að koma sér upp slíkum vopnum.

Þetta kemur fram í máli Turki al-Faisal prins sem er fyrrum yfirmaður leyniþjónustu Saudi Arabíu. Faisal segir að hingað til hafi ekki tekist að fá Ísraela til þess að eyðuleggja kjarnorkuvopn sín né fá Írani til að hætta við áætlanir sínar. Það sé skylda stjórnvalda í Saudi Arabíu að kanna alla möguleika hvað varðar varnir landsins, þar á meðal að útvega sér kjarnorkuvopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×