Erlent

Átta Ferrari, tveir Benzar og Lamborghini í dýrum árekstri

Einhver dýrasti árekstur sögunnar var í Japan í gærdag. Þar skullu saman og stóreyðilögðust átta Ferrari bílar, tveir Mercedes Benz, einn Lamborghini Diablo og einn Nissan GTR.

Talið er að tjónið nemi tæpum hálfum milljarði króna. Óhappið var þegar 20 auðugir Japanir ákváðu að aka lúxusbílum sínum í hóp frá eyjunni Kyushu til Hiroshima á hraðanum 140 til 160 km á klukkustund.

Í miðjum akstrinum missti einn sextugur ökumaður stjórn á Ferrari bíl sínum með þeim afleiðingum að 12 af bílunum skullu á hvor öðrum. Hinsvegar slasaðist enginn af ökumönnunum í þessum árekstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×