Fleiri fréttir Annar olíuborpallur á Mexíkóflóa sprakk Olíuborpallur sprakk á Mexíkóflóa í dag á svipuðum slóðum og annar olíuborpallur sprakk í apríl. Umræddur borpallur er í eigu fyrirtækisins Mariner Energy. Þrettán starfsmönnum tókst að komast undan og hefur þeim nú verið bjargað, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þar er haft eftir yfirmanni hjá bandarísku strandgæslunni að olíuflekkir hafi sést við borpallinn. 2.9.2010 19:37 Um 240 konum nauðgað í Kongó Grunur leikur á að um 240 konum, stúlkum og börnum hafi verið nauðgað þegar að uppreisnarmenn hertóku bæ í Kongó í Afríku á dögunum. Þetta segja Sameinuðu þjóðirnar í nýrri skýrslu. Yfirvöld í Kongó höfðu áður sagt að þeim hefðu borist tilkynningar um 150 nauðganir í bænum. 2.9.2010 11:15 Friðarferlið hafið að nýju Beinar friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna eru hafnar eftir tveggja ára hlé. Viðræðurnar fara fram í Washington höfuðborg Bandaríkjanna og í gærkvöldi bauð Barack Obama forseti til kvöldverðar í Hvíta húsinu. 2.9.2010 09:08 Hague sver af sér samkynhneigð Utanríkisráðherra Bretlands hefur gefið út yfirlýsingu þar sem sögusögnum um samkynhneigð hans er vísað á bug. 2.9.2010 09:02 Námamennirnir eru ekki byttur og dópistar Heilbrigðisráðherra Chile hefur þurft að koma fram í fjölmiðlum og kveða niður sögusagnir þess efnis að námamennirnir 33 sem dúsa í lokaðri námu á 700 metra dýpi, séu alkóhólistar og fíkniefnaneytendur. 2.9.2010 08:51 Allri borgarstjórninni stungið í steininn Sannarleg stjórnarkreppa ríkir nú í brasilísku borginni Dourados en í gær voru allir æðstu stjórnendur borgarinnar handteknir fyrir spillingu. 2.9.2010 08:11 Lifði af fall af fertugustu hæð Rúmlega tvítugur maður lifði af fjörutíu hæða fall ofan af húsþaki í New York. Maðurinn lenti á fólksbifreið af gerðinni Dodge Charger. Hann fór í gegnum bakrúðu bílsins og hafnaði í aftursætinu. Maðurinn brotnaði á báðum fótum en svo virðist sem hann hafi stokkið fram af þakinu. 2.9.2010 05:00 Segjast hóflega bjartsýnir Litlar vonir virðast bundnar við að nýjar viðræður Ísraela og Palestínumanna skili árangri, þótt þátttakendur segist hóflega bjartsýnir. 2.9.2010 04:30 Forsendan fyrir stríðinu reyndist ekki rétt „Vandinn við þetta stríð, í huga margra Bandaríkjamanna, er að ég held sá, að forsendan sem notuð var til að réttlæta upphaf þess reyndist þegar til kom ekki rétt,“ sagði Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á miðvikudag þegar hann heimsótti bandaríska hermenn í borginni Ramadi í Írak. 2.9.2010 04:15 Blair: Brown var óþolandi Ævisaga Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Breta kemur út í dag og í henni vandar hann eftirmanni sínum í Downing stræti ekki kveðjurnar. 1.9.2010 10:19 Fjöldamorðingi gerði samning við djöfulinn Lögregla í höfuðborg Argentínu hefur handtekið mann sem á síðustu vikum hefur myrt sex manneskjur til að þóknast djöfli einum. Maðurinn, Marcelo Antelo, er 22 ára gamall og segja fjölmiðlar þar í landi að hann hafi gert einskonar samning við djöfulinn, eða öllu heldur goð í andatrú sem kallast "Höfðingi dauðans", eða San la Muerte. 1.9.2010 10:18 Minnast upphafs heimsstyrjaldarinnar Þess er nú minnst í Póllandi að 71 ár er liðið frá upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar þegar Þjóðverjar réðust á Pólland. Pólsk freigáta skaut í morgun nokkrum skotum undan ströndum landsins á Eystrasalti en þann 1. september 1939 hóf Þýska herskipið Schleswig-Holstein á pólska herstöð á ströndinni. 1.9.2010 09:57 Námamennirnir beðnir afsökunar Eigendur námunnar þar sem 33 verkamenn lokuðust inni á dögunum hafa beðið þá og fjölskyldur þeirra afsökunar. Björgunarstörf hófust í gær en búist er við því að það taki þrjá til fjóra mánuði að ná til mannanna, sem eru á 700 metra dýpi. 1.9.2010 07:21 Earl nálgast austurströndina Fellibylurinn Earl nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna og yfirvöld í Norður Karólínu hafa fyrirskipað fólki í strandhéruðum ríkisins að koma sér í öruggt skjór. 1.9.2010 07:18 Ólétt kona meðal hinna myrtu Fjórir ísraelskir landnemar, þar á meðal ófrísk kona, voru myrtir á Vesturbakkanum í kvöld. Forsætis- og varnarmálaráðherra Ísrael hafa fordæmt árásina en Hamassamtökin hafa lýst ábyrgð á ódæðinu. Fólkið var myrt í grennt við landnemabyggð gyðinga í Kiryat Arba í borginni Hebron. 31.8.2010 23:23 Bætist í hóp fallinna hermanna Fjórir bandarískir hermenn létust í morgun þegar sprengja sprakk í vegarkanti í suðurhluta Afganistans. Í gær létust sjö bandaríkjamenn í tveimur árásum og nálgast tala látinna hermanna nú 50 í þessum mánuði. Fleiri en 350 hermenn úr fjölþjóðaliðinu í landinu hafa fallið frá áramótum. 31.8.2010 10:24 Bílabruni á Standsted 24 bílar brunnu í nótt á bílastæði við Standsted flugvöll á Englandi. Bílarnir voru í eigu ferðalanga sem geymdu þá á stæðinu á meðan haldið var út í heim. Eldurinn kviknaði fyrst í einum bíl og á öryggismyndavélum má sjá hvernig hann dreifði sér í nærliggjandi bíla á nokkrum mínútum. Það tók slökkviliðið um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins en tjónið hleypur á milljónum króna. 31.8.2010 10:23 Bretar og Frakkar samnýti flugmóðurskip Bretar og Frakkar íhuga nú að notast við sameiginleg flugmóðurskip í sparnaðarskyni. Breska blaðið The Times greinir frá þessu í dag og segir að ákvörðunin verði mögulega tekin á fundi þeirra David Camerons forsætisráðherra Breta og Nicolaz Sarkozy forseta Frakklands sem fyrirhugaður er í Nóvember. 31.8.2010 10:17 Hnattræn hlýnun: Lomborg breytir um stefnu Einn helsti gagnrýnandi þeirra sem telja jörðinni stafa hætta af hlýnun af manna völdum virðist hafa skipt um skoðun. Danski prófessorinn Björn Lomborg hefur farið fremstur í flokki á meðal þeirra sem hafa gefið lítið fyrir hættuna af hlýnun jarðar og áhrifa manna á þá þróun. Hann hefur nú skrifað bók sem kemur út á næstunni en í henni segir hann að hnattræn hlýnun sé án efa ein af helstu hættum sem steðji að mannkyninu. 31.8.2010 10:13 Handteknir á Schiphol Lögreglan á Schiphol flugvelli í Hollandi handtók tvo menn í fyrrinótt við komuna til Amsterdam en þeir voru á leið frá Chicago í Bandaríkjunum. Grunur lék á að þeir væru með hluti á sér sem nota ætti til sprengjugerðar og voru þeir hnepptir í varðhald. 31.8.2010 08:47 Barbie stungið í steininn í Mexíkó Lögreglan í Mexíkó hefur handtekið háttsettann eiturlyfjasmyglara sem gengur undir nafninu Barbie. 31.8.2010 08:03 Bjóða nágrönnum í norðri aðstoð Suður Kóreumenn hafa boðist til að senda hjálpargögn til nágranna sinna í norðri en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt tilboð um aðstoð berst frá því Norður-Kóreumenn söktu herskipi frá Suður Kóreu í mars. 31.8.2010 07:28 Andleg heilsa verkamannanna betri Námuverkamennirnir sem lokuðust í koparnámu á 700 metra dýpi í norðurhluta Chile fyrir þremur og hálfri viku segjast hafa það gott. Þeir gátu nýverið rætt við fjölskyldur sínar í gegnum síma. Samtölin gerðu að það verkum að andleg heilsa mannanna er nú mun betri en nokkrir þeirra voru farnir að sýna merki um þunglyndi. 30.8.2010 22:07 Barnshafandi konur í bráðri hættu á flóðasvæðunum Um hundrað þúsund barnshafandi konur eru í bráðri hættu á svæðunum sem urðu fyrir mestri eyðileggingu af völdum flóðanna í Pakistan. Að minnsta kosti hálf milljón barnshafandi kvenna hefur orðið fyrir barðinu á flóðunum en um hundrað þúsund þeirra eiga von á sér á næstu mánuðum. Margar þeirra munu þurfa að eiga börn sín í bráðabirgðaskýlum, án aðgangs að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu og umkringdar menguðu flóðavatni. 30.8.2010 23:45 Myrti sex úr sömu fjölskyldunni Sex af fórnarlömbum byssumannsins sem myrti sjö og særði 14 í slóvösku höfuðborginni Bratislava í morgun komu úr sömu fjölskyldunni. Maðurinn sem var vopnaður haglabyssu og tveimur skammbyssum var einn að verki. Hann tók eigið líf eftir að lögreglumenn króuðu hann af. 30.8.2010 21:03 Fellibylurinn Earl sækir í sig veðrið Fellibylurinn Earl sem nú blæs á Karíbahafi hefur sótt í sig veðrið og mælist nú annars stigs fellibylur. Vindhraðinn nær allt að 160 kílómetrum á klukkustund og búast veðurfræðingar við því að enn eigi eftir að bæta í vindinn í dag. Veðrið nálgast nú Bresku jómfrúreyjar og þar hefur verið sterkur vindur í morgun með mikilli rigningu. Viðvaranir hafa verið gefnar út á hinum fjölmörgu eyjum Karíbahafsins og búa eyjarskeggjar sig nú undir að standa af sér storminn. 30.8.2010 10:37 Sex látnir eftir skotárás í Bratislava Sex eru látnir hið minnsta og fjórtán eru særðir eftir að byssumaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð í slóvösku höfuðborginni Bratislava í morgun. Fjórar konur og tveir menn létu lífið að því er þarlendir miðlar greina frá en fregnir af ódæðinu eru enn óljósar. 30.8.2010 10:22 Níu látnir eftir bruna á elliheimili Níu létust í morgun þegar eldur blossaði upp á elliheimili í Rússlandi um 150 kílómetra norður af Moskvu. Talið er að einn vistmanna heimilisins hafi kveikt eldinn en um 500 manns dvöldu á elliheimilinu. 30.8.2010 08:19 Eldgos á Súmötru færist í aukana Eldgosið sem hófst í gær á í Sinabung fjalli á eyjunni Súmötru í Indónesíu hefur færst í aukana en fjallið hefur verið óvirkt í rúm fjögur hundruð ár. Þúsundum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín við rætur fjallsins og flugumferð hefur raskast vegna öskuskýsins sem nær nú um tvo kílómetra upp í loftið. 30.8.2010 08:17 Námumennirnir geta nú talað við ástvini sína Chílesku námumennirnir sem lokuðust í námagöngum á 700 metra dýpi á dögunum geta nú talað við fjölskyldur sínar í gegnum síma. Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem sennilega verða lokaðir í prísund sinni fram að jólum, hafa nú fengið símalínu lagða til sín í gegnum göng og hefur símaklefa verið komið upp á yfirborðinu þar sem fjölskyldur þeirra bíða nú í röðum eftir að heyra í ástvinum sínum. 30.8.2010 08:15 Bandarískir hermenn féllu í Afganistan Sjö bandarískir hermenn létust um helgina í átökum í suðurhluta Afganistans. Tveir þeirra létust í sprengjuárásum í gær og þrír féllu í bardögum á laugardag. 42 bandarískir hermenn hafa þá látist það sem af er ágústmánuði í landinu en í júlí féllu 66 bandaríkjamenn. 30.8.2010 08:13 Rússneskir nýnasistar réðust á tónleikagesti Hundrað rússneskir nýnasistar réðust á tónlistarhátíð í landinu í nótt og slösuðu að minnsta kosti tíu tónleikagesti. Mennirnir voru vopnaðir kylfum og öðrum bareflum og létu þeir högg og spörk dynja á tónleikagestum en um þrjú þúsund manns sóttu hátíðina. Að sögn rússneskra miðla voru fimmtán þeirra teknir höndum en óljóst er enn um ástæðu árásarinnar á hátíðina þar sem margar af frægustu stjörnum Rússa tróðu upp. 30.8.2010 08:04 Mad Men sigraði á Emmy hátíðinni Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Mad Men bar sigur af hólmi á Emmy hátíðinni sem fram fór í nótt en þar er besta sjónvarpsefni ársins verðlaunað. 30.8.2010 08:02 Bæjarstjóri myrtur í Mexíkó Bæjarstjóri í bænum Hidalgo í Mexíkó var myrtur um helgina en alda ofbeldis í landinu virðist engan enda ætla að taka. Bæjarstjórinn var skotinn til bana í bifreið sinni og fjögurra ára gömul dóttur hans særðist einnig. 30.8.2010 08:00 Fjölmenn borg á kafi í vatni Pakistan, AP Nærri allir íbúar í Sujawal, 250 þúsund manna borg í sunnanverðu Pakistan, flúðu borgina í gær vegna flóðanna, sem vikum saman hafa valdið ómældu tjóni og þjáningum í landinu. 30.8.2010 02:30 Obama minnist hörmunganna í New Orleans Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er staddur í New Orleans. Tilefni heimsóknar hans er að fimm ár eru liðin síðan að fellibylurinn Katrina reið þar yfir. Hann heitir íbúum borgarinnar að hún verði byggð upp á nýtt. 29.8.2010 21:40 Átök í klúbbhúsi Bandidos Til vopnaskaks kom í klúbbhúsi Bandidos glæpasamtakanna í Osló í Noregi í kvöld. Þar beittu menn byssum og lögreglumenn sem höfðu afskipti af genginu voru líka vopnaðir byssum. 29.8.2010 20:01 Salernisskál seldist fyrir 1,8 milljónir Salerni sem John Lennon, söngvari Bítlanna, notaði hefur verið selt fyrir 9500 sterlingspund á uppboði í Liverpool. Upphæðin samsvarar um 1,8 milljónum króna. 29.8.2010 15:30 Vill verðlauna þá sem fara í fíkniefnameðferð Dómsmálaráðherra Dana, Lars Barfoed, vill verðlauna fíkla sem afplána refsingu í fangelsum ef þeir vilja sækja sér meðferð við fíkn sinni. 29.8.2010 14:13 Vill efla samstarf NATO og ESB Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, vill efla samstarf bandalagsins og Evrópusambandsins á sviði varnarmála. 29.8.2010 08:00 Dánarorsökin enn óljós Enn liggur ekki fyrir hvernig Gareth Williams, starfsmaður bresku utanríkisleyniþjónustunnar MI6, var myrtur. Hann fannst látinn á heimili sínu í miðborg Lundúna á mánudag en þá var meira vika sem síðast sá til hans. Líkið fannst í poka í baðherbergi. 28.8.2010 23:00 Kínverjar ósáttir vegna jarðarfarar mannræningjans Kínversk yfirvöld hafa komið á framfæri megnri óánægju með jarðarför mannræningjans sem tók ferðamenn í gíslingu á Fillipseyjum í síðustu viku, en jarðarförin fór fram í dag. 28.8.2010 21:30 Fyrstu myndir af Cameron og barninu Breska forsætisráðuneytið hefur birt fyrstu myndirnar af nýfæddu barni Davids Cameron forsætisráðherra. Stúlkan heitir Florence Rose Endellion og fæddist á þriðjudag. 28.8.2010 15:30 Öll póstdreifing úr skorðum í Danmörku Öll póstdreifing fór úr skorðum í Danmörku í gær eftir að starfsmaður á póstafgreiðslu fann bréf með hvítu dufti. Í austurhluta Danmörku geta menn búist við seinkunum frammá miðvikudag eða fimmtudag. 28.8.2010 13:59 Námuverkamenn í Chile fá sálfræðiaðstoð í gegnum talstöð Fimm námuverkamenn í prísundinni í Chile munu njóta sálfræðimeðferðar í gegnum talstöð. Mennirnir eru farnir að sýna merki um þunglyndi. 28.8.2010 13:01 Sjá næstu 50 fréttir
Annar olíuborpallur á Mexíkóflóa sprakk Olíuborpallur sprakk á Mexíkóflóa í dag á svipuðum slóðum og annar olíuborpallur sprakk í apríl. Umræddur borpallur er í eigu fyrirtækisins Mariner Energy. Þrettán starfsmönnum tókst að komast undan og hefur þeim nú verið bjargað, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þar er haft eftir yfirmanni hjá bandarísku strandgæslunni að olíuflekkir hafi sést við borpallinn. 2.9.2010 19:37
Um 240 konum nauðgað í Kongó Grunur leikur á að um 240 konum, stúlkum og börnum hafi verið nauðgað þegar að uppreisnarmenn hertóku bæ í Kongó í Afríku á dögunum. Þetta segja Sameinuðu þjóðirnar í nýrri skýrslu. Yfirvöld í Kongó höfðu áður sagt að þeim hefðu borist tilkynningar um 150 nauðganir í bænum. 2.9.2010 11:15
Friðarferlið hafið að nýju Beinar friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna eru hafnar eftir tveggja ára hlé. Viðræðurnar fara fram í Washington höfuðborg Bandaríkjanna og í gærkvöldi bauð Barack Obama forseti til kvöldverðar í Hvíta húsinu. 2.9.2010 09:08
Hague sver af sér samkynhneigð Utanríkisráðherra Bretlands hefur gefið út yfirlýsingu þar sem sögusögnum um samkynhneigð hans er vísað á bug. 2.9.2010 09:02
Námamennirnir eru ekki byttur og dópistar Heilbrigðisráðherra Chile hefur þurft að koma fram í fjölmiðlum og kveða niður sögusagnir þess efnis að námamennirnir 33 sem dúsa í lokaðri námu á 700 metra dýpi, séu alkóhólistar og fíkniefnaneytendur. 2.9.2010 08:51
Allri borgarstjórninni stungið í steininn Sannarleg stjórnarkreppa ríkir nú í brasilísku borginni Dourados en í gær voru allir æðstu stjórnendur borgarinnar handteknir fyrir spillingu. 2.9.2010 08:11
Lifði af fall af fertugustu hæð Rúmlega tvítugur maður lifði af fjörutíu hæða fall ofan af húsþaki í New York. Maðurinn lenti á fólksbifreið af gerðinni Dodge Charger. Hann fór í gegnum bakrúðu bílsins og hafnaði í aftursætinu. Maðurinn brotnaði á báðum fótum en svo virðist sem hann hafi stokkið fram af þakinu. 2.9.2010 05:00
Segjast hóflega bjartsýnir Litlar vonir virðast bundnar við að nýjar viðræður Ísraela og Palestínumanna skili árangri, þótt þátttakendur segist hóflega bjartsýnir. 2.9.2010 04:30
Forsendan fyrir stríðinu reyndist ekki rétt „Vandinn við þetta stríð, í huga margra Bandaríkjamanna, er að ég held sá, að forsendan sem notuð var til að réttlæta upphaf þess reyndist þegar til kom ekki rétt,“ sagði Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á miðvikudag þegar hann heimsótti bandaríska hermenn í borginni Ramadi í Írak. 2.9.2010 04:15
Blair: Brown var óþolandi Ævisaga Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Breta kemur út í dag og í henni vandar hann eftirmanni sínum í Downing stræti ekki kveðjurnar. 1.9.2010 10:19
Fjöldamorðingi gerði samning við djöfulinn Lögregla í höfuðborg Argentínu hefur handtekið mann sem á síðustu vikum hefur myrt sex manneskjur til að þóknast djöfli einum. Maðurinn, Marcelo Antelo, er 22 ára gamall og segja fjölmiðlar þar í landi að hann hafi gert einskonar samning við djöfulinn, eða öllu heldur goð í andatrú sem kallast "Höfðingi dauðans", eða San la Muerte. 1.9.2010 10:18
Minnast upphafs heimsstyrjaldarinnar Þess er nú minnst í Póllandi að 71 ár er liðið frá upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar þegar Þjóðverjar réðust á Pólland. Pólsk freigáta skaut í morgun nokkrum skotum undan ströndum landsins á Eystrasalti en þann 1. september 1939 hóf Þýska herskipið Schleswig-Holstein á pólska herstöð á ströndinni. 1.9.2010 09:57
Námamennirnir beðnir afsökunar Eigendur námunnar þar sem 33 verkamenn lokuðust inni á dögunum hafa beðið þá og fjölskyldur þeirra afsökunar. Björgunarstörf hófust í gær en búist er við því að það taki þrjá til fjóra mánuði að ná til mannanna, sem eru á 700 metra dýpi. 1.9.2010 07:21
Earl nálgast austurströndina Fellibylurinn Earl nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna og yfirvöld í Norður Karólínu hafa fyrirskipað fólki í strandhéruðum ríkisins að koma sér í öruggt skjór. 1.9.2010 07:18
Ólétt kona meðal hinna myrtu Fjórir ísraelskir landnemar, þar á meðal ófrísk kona, voru myrtir á Vesturbakkanum í kvöld. Forsætis- og varnarmálaráðherra Ísrael hafa fordæmt árásina en Hamassamtökin hafa lýst ábyrgð á ódæðinu. Fólkið var myrt í grennt við landnemabyggð gyðinga í Kiryat Arba í borginni Hebron. 31.8.2010 23:23
Bætist í hóp fallinna hermanna Fjórir bandarískir hermenn létust í morgun þegar sprengja sprakk í vegarkanti í suðurhluta Afganistans. Í gær létust sjö bandaríkjamenn í tveimur árásum og nálgast tala látinna hermanna nú 50 í þessum mánuði. Fleiri en 350 hermenn úr fjölþjóðaliðinu í landinu hafa fallið frá áramótum. 31.8.2010 10:24
Bílabruni á Standsted 24 bílar brunnu í nótt á bílastæði við Standsted flugvöll á Englandi. Bílarnir voru í eigu ferðalanga sem geymdu þá á stæðinu á meðan haldið var út í heim. Eldurinn kviknaði fyrst í einum bíl og á öryggismyndavélum má sjá hvernig hann dreifði sér í nærliggjandi bíla á nokkrum mínútum. Það tók slökkviliðið um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins en tjónið hleypur á milljónum króna. 31.8.2010 10:23
Bretar og Frakkar samnýti flugmóðurskip Bretar og Frakkar íhuga nú að notast við sameiginleg flugmóðurskip í sparnaðarskyni. Breska blaðið The Times greinir frá þessu í dag og segir að ákvörðunin verði mögulega tekin á fundi þeirra David Camerons forsætisráðherra Breta og Nicolaz Sarkozy forseta Frakklands sem fyrirhugaður er í Nóvember. 31.8.2010 10:17
Hnattræn hlýnun: Lomborg breytir um stefnu Einn helsti gagnrýnandi þeirra sem telja jörðinni stafa hætta af hlýnun af manna völdum virðist hafa skipt um skoðun. Danski prófessorinn Björn Lomborg hefur farið fremstur í flokki á meðal þeirra sem hafa gefið lítið fyrir hættuna af hlýnun jarðar og áhrifa manna á þá þróun. Hann hefur nú skrifað bók sem kemur út á næstunni en í henni segir hann að hnattræn hlýnun sé án efa ein af helstu hættum sem steðji að mannkyninu. 31.8.2010 10:13
Handteknir á Schiphol Lögreglan á Schiphol flugvelli í Hollandi handtók tvo menn í fyrrinótt við komuna til Amsterdam en þeir voru á leið frá Chicago í Bandaríkjunum. Grunur lék á að þeir væru með hluti á sér sem nota ætti til sprengjugerðar og voru þeir hnepptir í varðhald. 31.8.2010 08:47
Barbie stungið í steininn í Mexíkó Lögreglan í Mexíkó hefur handtekið háttsettann eiturlyfjasmyglara sem gengur undir nafninu Barbie. 31.8.2010 08:03
Bjóða nágrönnum í norðri aðstoð Suður Kóreumenn hafa boðist til að senda hjálpargögn til nágranna sinna í norðri en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt tilboð um aðstoð berst frá því Norður-Kóreumenn söktu herskipi frá Suður Kóreu í mars. 31.8.2010 07:28
Andleg heilsa verkamannanna betri Námuverkamennirnir sem lokuðust í koparnámu á 700 metra dýpi í norðurhluta Chile fyrir þremur og hálfri viku segjast hafa það gott. Þeir gátu nýverið rætt við fjölskyldur sínar í gegnum síma. Samtölin gerðu að það verkum að andleg heilsa mannanna er nú mun betri en nokkrir þeirra voru farnir að sýna merki um þunglyndi. 30.8.2010 22:07
Barnshafandi konur í bráðri hættu á flóðasvæðunum Um hundrað þúsund barnshafandi konur eru í bráðri hættu á svæðunum sem urðu fyrir mestri eyðileggingu af völdum flóðanna í Pakistan. Að minnsta kosti hálf milljón barnshafandi kvenna hefur orðið fyrir barðinu á flóðunum en um hundrað þúsund þeirra eiga von á sér á næstu mánuðum. Margar þeirra munu þurfa að eiga börn sín í bráðabirgðaskýlum, án aðgangs að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu og umkringdar menguðu flóðavatni. 30.8.2010 23:45
Myrti sex úr sömu fjölskyldunni Sex af fórnarlömbum byssumannsins sem myrti sjö og særði 14 í slóvösku höfuðborginni Bratislava í morgun komu úr sömu fjölskyldunni. Maðurinn sem var vopnaður haglabyssu og tveimur skammbyssum var einn að verki. Hann tók eigið líf eftir að lögreglumenn króuðu hann af. 30.8.2010 21:03
Fellibylurinn Earl sækir í sig veðrið Fellibylurinn Earl sem nú blæs á Karíbahafi hefur sótt í sig veðrið og mælist nú annars stigs fellibylur. Vindhraðinn nær allt að 160 kílómetrum á klukkustund og búast veðurfræðingar við því að enn eigi eftir að bæta í vindinn í dag. Veðrið nálgast nú Bresku jómfrúreyjar og þar hefur verið sterkur vindur í morgun með mikilli rigningu. Viðvaranir hafa verið gefnar út á hinum fjölmörgu eyjum Karíbahafsins og búa eyjarskeggjar sig nú undir að standa af sér storminn. 30.8.2010 10:37
Sex látnir eftir skotárás í Bratislava Sex eru látnir hið minnsta og fjórtán eru særðir eftir að byssumaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð í slóvösku höfuðborginni Bratislava í morgun. Fjórar konur og tveir menn létu lífið að því er þarlendir miðlar greina frá en fregnir af ódæðinu eru enn óljósar. 30.8.2010 10:22
Níu látnir eftir bruna á elliheimili Níu létust í morgun þegar eldur blossaði upp á elliheimili í Rússlandi um 150 kílómetra norður af Moskvu. Talið er að einn vistmanna heimilisins hafi kveikt eldinn en um 500 manns dvöldu á elliheimilinu. 30.8.2010 08:19
Eldgos á Súmötru færist í aukana Eldgosið sem hófst í gær á í Sinabung fjalli á eyjunni Súmötru í Indónesíu hefur færst í aukana en fjallið hefur verið óvirkt í rúm fjögur hundruð ár. Þúsundum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín við rætur fjallsins og flugumferð hefur raskast vegna öskuskýsins sem nær nú um tvo kílómetra upp í loftið. 30.8.2010 08:17
Námumennirnir geta nú talað við ástvini sína Chílesku námumennirnir sem lokuðust í námagöngum á 700 metra dýpi á dögunum geta nú talað við fjölskyldur sínar í gegnum síma. Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem sennilega verða lokaðir í prísund sinni fram að jólum, hafa nú fengið símalínu lagða til sín í gegnum göng og hefur símaklefa verið komið upp á yfirborðinu þar sem fjölskyldur þeirra bíða nú í röðum eftir að heyra í ástvinum sínum. 30.8.2010 08:15
Bandarískir hermenn féllu í Afganistan Sjö bandarískir hermenn létust um helgina í átökum í suðurhluta Afganistans. Tveir þeirra létust í sprengjuárásum í gær og þrír féllu í bardögum á laugardag. 42 bandarískir hermenn hafa þá látist það sem af er ágústmánuði í landinu en í júlí féllu 66 bandaríkjamenn. 30.8.2010 08:13
Rússneskir nýnasistar réðust á tónleikagesti Hundrað rússneskir nýnasistar réðust á tónlistarhátíð í landinu í nótt og slösuðu að minnsta kosti tíu tónleikagesti. Mennirnir voru vopnaðir kylfum og öðrum bareflum og létu þeir högg og spörk dynja á tónleikagestum en um þrjú þúsund manns sóttu hátíðina. Að sögn rússneskra miðla voru fimmtán þeirra teknir höndum en óljóst er enn um ástæðu árásarinnar á hátíðina þar sem margar af frægustu stjörnum Rússa tróðu upp. 30.8.2010 08:04
Mad Men sigraði á Emmy hátíðinni Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Mad Men bar sigur af hólmi á Emmy hátíðinni sem fram fór í nótt en þar er besta sjónvarpsefni ársins verðlaunað. 30.8.2010 08:02
Bæjarstjóri myrtur í Mexíkó Bæjarstjóri í bænum Hidalgo í Mexíkó var myrtur um helgina en alda ofbeldis í landinu virðist engan enda ætla að taka. Bæjarstjórinn var skotinn til bana í bifreið sinni og fjögurra ára gömul dóttur hans særðist einnig. 30.8.2010 08:00
Fjölmenn borg á kafi í vatni Pakistan, AP Nærri allir íbúar í Sujawal, 250 þúsund manna borg í sunnanverðu Pakistan, flúðu borgina í gær vegna flóðanna, sem vikum saman hafa valdið ómældu tjóni og þjáningum í landinu. 30.8.2010 02:30
Obama minnist hörmunganna í New Orleans Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er staddur í New Orleans. Tilefni heimsóknar hans er að fimm ár eru liðin síðan að fellibylurinn Katrina reið þar yfir. Hann heitir íbúum borgarinnar að hún verði byggð upp á nýtt. 29.8.2010 21:40
Átök í klúbbhúsi Bandidos Til vopnaskaks kom í klúbbhúsi Bandidos glæpasamtakanna í Osló í Noregi í kvöld. Þar beittu menn byssum og lögreglumenn sem höfðu afskipti af genginu voru líka vopnaðir byssum. 29.8.2010 20:01
Salernisskál seldist fyrir 1,8 milljónir Salerni sem John Lennon, söngvari Bítlanna, notaði hefur verið selt fyrir 9500 sterlingspund á uppboði í Liverpool. Upphæðin samsvarar um 1,8 milljónum króna. 29.8.2010 15:30
Vill verðlauna þá sem fara í fíkniefnameðferð Dómsmálaráðherra Dana, Lars Barfoed, vill verðlauna fíkla sem afplána refsingu í fangelsum ef þeir vilja sækja sér meðferð við fíkn sinni. 29.8.2010 14:13
Vill efla samstarf NATO og ESB Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, vill efla samstarf bandalagsins og Evrópusambandsins á sviði varnarmála. 29.8.2010 08:00
Dánarorsökin enn óljós Enn liggur ekki fyrir hvernig Gareth Williams, starfsmaður bresku utanríkisleyniþjónustunnar MI6, var myrtur. Hann fannst látinn á heimili sínu í miðborg Lundúna á mánudag en þá var meira vika sem síðast sá til hans. Líkið fannst í poka í baðherbergi. 28.8.2010 23:00
Kínverjar ósáttir vegna jarðarfarar mannræningjans Kínversk yfirvöld hafa komið á framfæri megnri óánægju með jarðarför mannræningjans sem tók ferðamenn í gíslingu á Fillipseyjum í síðustu viku, en jarðarförin fór fram í dag. 28.8.2010 21:30
Fyrstu myndir af Cameron og barninu Breska forsætisráðuneytið hefur birt fyrstu myndirnar af nýfæddu barni Davids Cameron forsætisráðherra. Stúlkan heitir Florence Rose Endellion og fæddist á þriðjudag. 28.8.2010 15:30
Öll póstdreifing úr skorðum í Danmörku Öll póstdreifing fór úr skorðum í Danmörku í gær eftir að starfsmaður á póstafgreiðslu fann bréf með hvítu dufti. Í austurhluta Danmörku geta menn búist við seinkunum frammá miðvikudag eða fimmtudag. 28.8.2010 13:59
Námuverkamenn í Chile fá sálfræðiaðstoð í gegnum talstöð Fimm námuverkamenn í prísundinni í Chile munu njóta sálfræðimeðferðar í gegnum talstöð. Mennirnir eru farnir að sýna merki um þunglyndi. 28.8.2010 13:01