Fleiri fréttir

Annar olíuborpallur á Mexíkóflóa sprakk

Olíuborpallur sprakk á Mexíkóflóa í dag á svipuðum slóðum og annar olíuborpallur sprakk í apríl. Umræddur borpallur er í eigu fyrirtækisins Mariner Energy. Þrettán starfsmönnum tókst að komast undan og hefur þeim nú verið bjargað, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þar er haft eftir yfirmanni hjá bandarísku strandgæslunni að olíuflekkir hafi sést við borpallinn.

Um 240 konum nauðgað í Kongó

Grunur leikur á að um 240 konum, stúlkum og börnum hafi verið nauðgað þegar að uppreisnarmenn hertóku bæ í Kongó í Afríku á dögunum. Þetta segja Sameinuðu þjóðirnar í nýrri skýrslu. Yfirvöld í Kongó höfðu áður sagt að þeim hefðu borist tilkynningar um 150 nauðganir í bænum.

Friðarferlið hafið að nýju

Beinar friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna eru hafnar eftir tveggja ára hlé. Viðræðurnar fara fram í Washington höfuðborg Bandaríkjanna og í gærkvöldi bauð Barack Obama forseti til kvöldverðar í Hvíta húsinu.

Hague sver af sér samkynhneigð

Utanríkisráðherra Bretlands hefur gefið út yfirlýsingu þar sem sögusögnum um samkynhneigð hans er vísað á bug.

Námamennirnir eru ekki byttur og dópistar

Heilbrigðisráðherra Chile hefur þurft að koma fram í fjölmiðlum og kveða niður sögusagnir þess efnis að námamennirnir 33 sem dúsa í lokaðri námu á 700 metra dýpi, séu alkóhólistar og fíkniefnaneytendur.

Lifði af fall af fertugustu hæð

Rúmlega tvítugur maður lifði af fjörutíu hæða fall ofan af húsþaki í New York. Maðurinn lenti á fólksbifreið af gerðinni Dodge Charger. Hann fór í gegnum bakrúðu bílsins og hafnaði í aftursætinu. Maðurinn brotnaði á báðum fótum en svo virðist sem hann hafi stokkið fram af þakinu.

Segjast hóflega bjartsýnir

Litlar vonir virðast bundnar við að nýjar viðræður Ísraela og Palestínumanna skili árangri, þótt þátttakendur segist hóflega bjartsýnir.

Forsendan fyrir stríðinu reyndist ekki rétt

„Vandinn við þetta stríð, í huga margra Bandaríkjamanna, er að ég held sá, að forsendan sem notuð var til að réttlæta upphaf þess reyndist þegar til kom ekki rétt,“ sagði Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á miðvikudag þegar hann heimsótti bandaríska hermenn í borginni Ramadi í Írak.

Blair: Brown var óþolandi

Ævisaga Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Breta kemur út í dag og í henni vandar hann eftirmanni sínum í Downing stræti ekki kveðjurnar.

Fjöldamorðingi gerði samning við djöfulinn

Lögregla í höfuðborg Argentínu hefur handtekið mann sem á síðustu vikum hefur myrt sex manneskjur til að þóknast djöfli einum. Maðurinn, Marcelo Antelo, er 22 ára gamall og segja fjölmiðlar þar í landi að hann hafi gert einskonar samning við djöfulinn, eða öllu heldur goð í andatrú sem kallast "Höfðingi dauðans", eða San la Muerte.

Minnast upphafs heimsstyrjaldarinnar

Þess er nú minnst í Póllandi að 71 ár er liðið frá upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar þegar Þjóðverjar réðust á Pólland. Pólsk freigáta skaut í morgun nokkrum skotum undan ströndum landsins á Eystrasalti en þann 1. september 1939 hóf Þýska herskipið Schleswig-Holstein á pólska herstöð á ströndinni.

Námamennirnir beðnir afsökunar

Eigendur námunnar þar sem 33 verkamenn lokuðust inni á dögunum hafa beðið þá og fjölskyldur þeirra afsökunar. Björgunarstörf hófust í gær en búist er við því að það taki þrjá til fjóra mánuði að ná til mannanna, sem eru á 700 metra dýpi.

Earl nálgast austurströndina

Fellibylurinn Earl nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna og yfirvöld í Norður Karólínu hafa fyrirskipað fólki í strandhéruðum ríkisins að koma sér í öruggt skjór.

Ólétt kona meðal hinna myrtu

Fjórir ísraelskir landnemar, þar á meðal ófrísk kona, voru myrtir á Vesturbakkanum í kvöld. Forsætis- og varnarmálaráðherra Ísrael hafa fordæmt árásina en Hamassamtökin hafa lýst ábyrgð á ódæðinu. Fólkið var myrt í grennt við landnemabyggð gyðinga í Kiryat Arba í borginni Hebron.

Bætist í hóp fallinna hermanna

Fjórir bandarískir hermenn létust í morgun þegar sprengja sprakk í vegarkanti í suðurhluta Afganistans. Í gær létust sjö bandaríkjamenn í tveimur árásum og nálgast tala látinna hermanna nú 50 í þessum mánuði. Fleiri en 350 hermenn úr fjölþjóðaliðinu í landinu hafa fallið frá áramótum.

Bílabruni á Standsted

24 bílar brunnu í nótt á bílastæði við Standsted flugvöll á Englandi. Bílarnir voru í eigu ferðalanga sem geymdu þá á stæðinu á meðan haldið var út í heim. Eldurinn kviknaði fyrst í einum bíl og á öryggismyndavélum má sjá hvernig hann dreifði sér í nærliggjandi bíla á nokkrum mínútum. Það tók slökkviliðið um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins en tjónið hleypur á milljónum króna.

Bretar og Frakkar samnýti flugmóðurskip

Bretar og Frakkar íhuga nú að notast við sameiginleg flugmóðurskip í sparnaðarskyni. Breska blaðið The Times greinir frá þessu í dag og segir að ákvörðunin verði mögulega tekin á fundi þeirra David Camerons forsætisráðherra Breta og Nicolaz Sarkozy forseta Frakklands sem fyrirhugaður er í Nóvember.

Hnattræn hlýnun: Lomborg breytir um stefnu

Einn helsti gagnrýnandi þeirra sem telja jörðinni stafa hætta af hlýnun af manna völdum virðist hafa skipt um skoðun. Danski prófessorinn Björn Lomborg hefur farið fremstur í flokki á meðal þeirra sem hafa gefið lítið fyrir hættuna af hlýnun jarðar og áhrifa manna á þá þróun. Hann hefur nú skrifað bók sem kemur út á næstunni en í henni segir hann að hnattræn hlýnun sé án efa ein af helstu hættum sem steðji að mannkyninu.

Handteknir á Schiphol

Lögreglan á Schiphol flugvelli í Hollandi handtók tvo menn í fyrrinótt við komuna til Amsterdam en þeir voru á leið frá Chicago í Bandaríkjunum. Grunur lék á að þeir væru með hluti á sér sem nota ætti til sprengjugerðar og voru þeir hnepptir í varðhald.

Bjóða nágrönnum í norðri aðstoð

Suður Kóreumenn hafa boðist til að senda hjálpargögn til nágranna sinna í norðri en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt tilboð um aðstoð berst frá því Norður-Kóreumenn söktu herskipi frá Suður Kóreu í mars.

Andleg heilsa verkamannanna betri

Námuverkamennirnir sem lokuðust í koparnámu á 700 metra dýpi í norðurhluta Chile fyrir þremur og hálfri viku segjast hafa það gott. Þeir gátu nýverið rætt við fjölskyldur sínar í gegnum síma. Samtölin gerðu að það verkum að andleg heilsa mannanna er nú mun betri en nokkrir þeirra voru farnir að sýna merki um þunglyndi.

Barnshafandi konur í bráðri hættu á flóðasvæðunum

Um hundrað þúsund barnshafandi konur eru í bráðri hættu á svæðunum sem urðu fyrir mestri eyðileggingu af völdum flóðanna í Pakistan. Að minnsta kosti hálf milljón barnshafandi kvenna hefur orðið fyrir barðinu á flóðunum en um hundrað þúsund þeirra eiga von á sér á næstu mánuðum. Margar þeirra munu þurfa að eiga börn sín í bráðabirgðaskýlum, án aðgangs að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu og umkringdar menguðu flóðavatni.

Myrti sex úr sömu fjölskyldunni

Sex af fórnarlömbum byssumannsins sem myrti sjö og særði 14 í slóvösku höfuðborginni Bratislava í morgun komu úr sömu fjölskyldunni. Maðurinn sem var vopnaður haglabyssu og tveimur skammbyssum var einn að verki. Hann tók eigið líf eftir að lögreglumenn króuðu hann af.

Fellibylurinn Earl sækir í sig veðrið

Fellibylurinn Earl sem nú blæs á Karíbahafi hefur sótt í sig veðrið og mælist nú annars stigs fellibylur. Vindhraðinn nær allt að 160 kílómetrum á klukkustund og búast veðurfræðingar við því að enn eigi eftir að bæta í vindinn í dag. Veðrið nálgast nú Bresku jómfrúreyjar og þar hefur verið sterkur vindur í morgun með mikilli rigningu. Viðvaranir hafa verið gefnar út á hinum fjölmörgu eyjum Karíbahafsins og búa eyjarskeggjar sig nú undir að standa af sér storminn.

Sex látnir eftir skotárás í Bratislava

Sex eru látnir hið minnsta og fjórtán eru særðir eftir að byssumaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð í slóvösku höfuðborginni Bratislava í morgun. Fjórar konur og tveir menn létu lífið að því er þarlendir miðlar greina frá en fregnir af ódæðinu eru enn óljósar.

Níu látnir eftir bruna á elliheimili

Níu létust í morgun þegar eldur blossaði upp á elliheimili í Rússlandi um 150 kílómetra norður af Moskvu. Talið er að einn vistmanna heimilisins hafi kveikt eldinn en um 500 manns dvöldu á elliheimilinu.

Eldgos á Súmötru færist í aukana

Eldgosið sem hófst í gær á í Sinabung fjalli á eyjunni Súmötru í Indónesíu hefur færst í aukana en fjallið hefur verið óvirkt í rúm fjögur hundruð ár. Þúsundum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín við rætur fjallsins og flugumferð hefur raskast vegna öskuskýsins sem nær nú um tvo kílómetra upp í loftið.

Námumennirnir geta nú talað við ástvini sína

Chílesku námumennirnir sem lokuðust í námagöngum á 700 metra dýpi á dögunum geta nú talað við fjölskyldur sínar í gegnum síma. Námumennirnir þrjátíu og þrír, sem sennilega verða lokaðir í prísund sinni fram að jólum, hafa nú fengið símalínu lagða til sín í gegnum göng og hefur símaklefa verið komið upp á yfirborðinu þar sem fjölskyldur þeirra bíða nú í röðum eftir að heyra í ástvinum sínum.

Bandarískir hermenn féllu í Afganistan

Sjö bandarískir hermenn létust um helgina í átökum í suðurhluta Afganistans. Tveir þeirra létust í sprengjuárásum í gær og þrír féllu í bardögum á laugardag. 42 bandarískir hermenn hafa þá látist það sem af er ágústmánuði í landinu en í júlí féllu 66 bandaríkjamenn.

Rússneskir nýnasistar réðust á tónleikagesti

Hundrað rússneskir nýnasistar réðust á tónlistarhátíð í landinu í nótt og slösuðu að minnsta kosti tíu tónleikagesti. Mennirnir voru vopnaðir kylfum og öðrum bareflum og létu þeir högg og spörk dynja á tónleikagestum en um þrjú þúsund manns sóttu hátíðina. Að sögn rússneskra miðla voru fimmtán þeirra teknir höndum en óljóst er enn um ástæðu árásarinnar á hátíðina þar sem margar af frægustu stjörnum Rússa tróðu upp.

Mad Men sigraði á Emmy hátíðinni

Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Mad Men bar sigur af hólmi á Emmy hátíðinni sem fram fór í nótt en þar er besta sjónvarpsefni ársins verðlaunað.

Bæjarstjóri myrtur í Mexíkó

Bæjarstjóri í bænum Hidalgo í Mexíkó var myrtur um helgina en alda ofbeldis í landinu virðist engan enda ætla að taka. Bæjarstjórinn var skotinn til bana í bifreið sinni og fjögurra ára gömul dóttur hans særðist einnig.

Fjölmenn borg á kafi í vatni

Pakistan, AP Nærri allir íbúar í Sujawal, 250 þúsund manna borg í sunnanverðu Pakistan, flúðu borgina í gær vegna flóðanna, sem vikum saman hafa valdið ómældu tjóni og þjáningum í landinu.

Obama minnist hörmunganna í New Orleans

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er staddur í New Orleans. Tilefni heimsóknar hans er að fimm ár eru liðin síðan að fellibylurinn Katrina reið þar yfir. Hann heitir íbúum borgarinnar að hún verði byggð upp á nýtt.

Átök í klúbbhúsi Bandidos

Til vopnaskaks kom í klúbbhúsi Bandidos glæpasamtakanna í Osló í Noregi í kvöld. Þar beittu menn byssum og lögreglumenn sem höfðu afskipti af genginu voru líka vopnaðir byssum.

Salernisskál seldist fyrir 1,8 milljónir

Salerni sem John Lennon, söngvari Bítlanna, notaði hefur verið selt fyrir 9500 sterlingspund á uppboði í Liverpool. Upphæðin samsvarar um 1,8 milljónum króna.

Vill efla samstarf NATO og ESB

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, vill efla samstarf bandalagsins og Evrópusambandsins á sviði varnarmála.

Dánarorsökin enn óljós

Enn liggur ekki fyrir hvernig Gareth Williams, starfsmaður bresku utanríkisleyniþjónustunnar MI6, var myrtur. Hann fannst látinn á heimili sínu í miðborg Lundúna á mánudag en þá var meira vika sem síðast sá til hans. Líkið fannst í poka í baðherbergi.

Fyrstu myndir af Cameron og barninu

Breska forsætisráðuneytið hefur birt fyrstu myndirnar af nýfæddu barni Davids Cameron forsætisráðherra. Stúlkan heitir Florence Rose Endellion og fæddist á þriðjudag.

Öll póstdreifing úr skorðum í Danmörku

Öll póstdreifing fór úr skorðum í Danmörku í gær eftir að starfsmaður á póstafgreiðslu fann bréf með hvítu dufti. Í austurhluta Danmörku geta menn búist við seinkunum frammá miðvikudag eða fimmtudag.

Sjá næstu 50 fréttir