Erlent

Rússneskir nýnasistar réðust á tónleikagesti

Hundrað rússneskir nýnasistar réðust á tónlistarhátíð í landinu í nótt og slösuðu að minnsta kosti tíu tónleikagesti. Mennirnir voru vopnaðir kylfum og öðrum bareflum og létu þeir högg og spörk dynja á tónleikagestum en um þrjú þúsund manns sóttu hátíðina. Að sögn rússneskra miðla voru fimmtán þeirra teknir höndum en óljóst er enn um ástæðu árásarinnar á hátíðina þar sem margar af frægustu stjörnum Rússa tróðu upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×