Erlent

Allri borgarstjórninni stungið í steininn

Sannarleg stjórnarkreppa ríkir nú í brasilísku borginni Dourados en í gær voru allir æðstu stjórnendur borgarinnar handteknir fyrir spillingu.

Um er að ræða borgarstjórann, eiginkonu hans, aðstoðar-borgarstjórann og 25 næstæðstu embættismenn borgarinnar. Dómari við héraðsdómstól á svæðinu hefur verið settur yfir stjórn borgarinnar en borgarstjórinn er sakaður um að hafa haldið úti flóknu neti spillingar og að hann hafi tekið tíund af öllum samningum sem borgin gerði og sett í eigin vasa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×