Erlent

Ólétt kona meðal hinna myrtu

Mynd/AFP
Fjórir ísraelskir landnemar, þar á meðal ófrísk kona, voru myrtir á Vesturbakkanum í kvöld. Forsætis- og varnarmálaráðherra Ísrael hafa fordæmt árásina en Hamassamtökin hafa lýst ábyrgð á ódæðinu. Fólkið var myrt í grennt við landnemabyggð gyðinga í Kiryat Arba í borginni Hebron.

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, segir ljóst að Hamassamtökin vilji spilla fyrir friðarviðræðunum sem hefjast í Bandaríkjunum á morgun. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hitta þá Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu.

Friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna hafa legið alveg niðri í 20 mánuði. Fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, SÞ og ESB segja stefnt að því að ljúka samningum innan árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×