Erlent

Bjóða nágrönnum í norðri aðstoð

Kim Jong Il, leiðtogi N-Kóreu.
Kim Jong Il, leiðtogi N-Kóreu.

Suður Kóreumenn hafa boðist til að senda hjálpargögn til nágranna sinna í norðri en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt tilboð um aðstoð berst frá því Norður-Kóreumenn söktu herskipi frá Suður Kóreu í mars.

Rauði krossinn í Suður Kóreu bauðst í gær til þess að senda hjálpargögn fyrir tæpan milljarð íslenskra króna, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu um frekari refsiaðgerðir vegna árásarinnar á skipið.

Norður Kóreumenn hafa farið illa út úr miklum rigningum undanfarið en flóð hafa fylgt úrhellinu með tilheyrandi tjóni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×