Erlent

Vill verðlauna þá sem fara í fíkniefnameðferð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lars Barfoed vill hvetja fanga til að sækja í fíkniefnameðferð. Mynd/ afp.
Lars Barfoed vill hvetja fanga til að sækja í fíkniefnameðferð. Mynd/ afp.

Dómsmálaráðherra Dana, Lars Barfoed, vill verðlauna fíkla sem afplána refsingu í fangelsum ef þeir vilja sækja sér meðferð við fíkn sinni. Ráðherrann sér fyrir sér að þeir sem sæki sér meðferð fái til dæmis frekar tök á að fá leyfi úr fangelsinu en aðrir fangar. Barfoed telur að það geti hvatt fanga til þess að fara í meðferð ef þeir fá einhver verðlaun fyrir. Þetta kemur fram á vef Danmarks Radio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×