Erlent

Fellibylurinn Earl sækir í sig veðrið

MYND/AFP
Fellibylurinn Earl sem nú blæs á Karíbahafi hefur sótt í sig veðrið og mælist nú annars stigs fellibylur. Vindhraðinn nær allt að 160 kílómetrum á klukkustund og búast veðurfræðingar við því að enn eigi eftir að bæta í vindinn í dag. Veðrið nálgast nú Bresku jómfrúreyjar og þar hefur verið sterkur vindur í morgun með mikilli rigningu. Viðvaranir hafa verið gefnar út á hinum fjölmörgu eyjum Karíbahafsins og búa eyjarskeggjar sig nú undir að standa af sér storminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×