Erlent

Öll póstdreifing úr skorðum í Danmörku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Öll póstdreifing fór úr skorðum í Danmörku í gær eftir að starfsmaður á póstafgreiðslu fann bréf með hvítu dufti. Í austurhluta Danmörku geta menn búist við seinkunum frammá miðvikudag eða fimmtudag.

Mogens Høgh Bech, forstjóri Póstsins í Kaupmannahöfn, segir að búið verði að senda öll bréf sem hafa borist út á mánudag og þriðjudag. Hins vegar sé ekki hægt að treysta á að öll bréfin hafi borist yfir Stórabelti fyrir miðvikudag eða fimmtudag.

Um 1,5 milljónir bréfa eiga eftir að berast yfir Stórabeltið en um 100 þúsund bréf eiga eftir að berast til viðtakenda í vesturhluta Danmerkur, eftir því sem Danmarks Radio greindi frá.

Ekki liggur fyrir hvaða efni var í duftinu sem starfsmaðurinn á póstþjónustunni fann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×