Erlent

Earl nálgast austurströndina

MYND/AFP

Fellibylurinn Earl nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna og yfirvöld í Norður Karólínu hafa fyrirskipað fólki í strandhéruðum ríkisins að koma sér í öruggt skjór.

Eyjarskeggjum á eynni Ocracoke undan ströndum N-Karólínu hefur verið sagt að koma sér á brott en margir íbúar ætla að standa af sér storminn þar sem þeir óttast um hús sín og heimili.

Vindhraði Earls sem nú mælist fjórða stigs fellibylur, náði í gærkvöldi 215 kílómetra hraða á klukkustund. Hann hefur þegar gengið yfir Puerto Rico og Jómfrúreyjar þar sem hann olli töluverðu tjóni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×