Erlent

Andleg heilsa verkamannanna betri

Námuverkamennirnir sem lokuðust í koparnámu á 700 metra dýpi í norðurhluta Chile fyrir þremur og hálfri viku segjast hafa það gott. Þeir gátu nýverið rætt við fjölskyldur sínar í gegnum síma. Samtölin gerðu að það verkum að andleg heilsa mannanna er nú mun betri en nokkrir þeirra voru farnir að sýna merki um þunglyndi.

Verkamennirnir 33 sem verða að öllum líkindum innilokaðir í prísundunni fram að jólum, hafa nú fengið símalínu lagða til sín í gegnum göng og hefur símaklefa verið komið upp á yfirborðinu þar sem fjölskyldur þeirra bíða nú í röðum eftir að heyra í ástvinum sínum.

Áfram munu sálfræðingar þó reyna eftir fremsta megni að veita mönnunum meðferð frá yfirborðinu í gegnum talstöðvakerfi. Veikist einhver mannanna alvarlega verður erfitt að veita honum nauðsynlega læknishjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×