Erlent

Barnshafandi konur í bráðri hættu á flóðasvæðunum

Frá Pakistan fyrr í mánuðinum.
Frá Pakistan fyrr í mánuðinum. Mynd/AP
Um hundrað þúsund barnshafandi konur eru í bráðri hættu á svæðunum sem urðu fyrir mestri eyðileggingu af völdum flóðanna í Pakistan. Að minnsta kosti hálf milljón barnshafandi kvenna hefur orðið fyrir barðinu á flóðunum en um hundrað þúsund þeirra eiga von á sér á næstu mánuðum. Margar þeirra munu þurfa að eiga börn sín í bráðabirgðaskýlum, án aðgangs að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu og umkringdar menguðu flóðavatni.

Nýburar eru í mikilli hættu á að fá hitasótt, malaríu, niðurgang og fleiri sjúkdóma. Save the Children á Íslandi vekur athygli á þessum hörmungum en stofnunin veitir mæðrum og börnum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu við þessar erfiðu aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×