Erlent

Dánarorsökin enn óljós

Williams fannst látinn í íbuð í miðhluta Lundúna og skammt frá höfuðstöðvum MI6.
Williams fannst látinn í íbuð í miðhluta Lundúna og skammt frá höfuðstöðvum MI6.
Enn liggur ekki fyrir hvernig Gareth Williams, starfsmaður bresku utanríkisleyniþjónustunnar MI6, var myrtur. Hann fannst látinn á heimili sínu í miðborg Lundúna á mánudag en þá var meira vika sem síðast sá til hans. Líkið fannst í poka í baðherbergi.

Getgátur hafa verið um að Williams, sem var 31 árs,hafi verið njósnari. Hann hafði verið færður til milli starfa en áður vann hann hjá deild sem annaðist hleranir. Enn sem komið er fer Lundúnarlögreglan með rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×