Erlent

Obama minnist hörmunganna í New Orleans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Obama er staddur í New Orleans ásamt eiginkonu sinni. Mynd/afp
Obama er staddur í New Orleans ásamt eiginkonu sinni. Mynd/afp
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er staddur í New Orleans. Tilefni heimsóknar hans er að fimm ár eru liðin síðan að fellibylurinn Katrina reið þar yfir. Hann heitir íbúum borgarinnar að hún verði byggð upp á nýtt.

„Ég vildi koma hingað og segja beint við íbúana að ríkisstjórn mín stendur með ykkur og berst með ykkur þangað til að verkinu er lokið," sagði Obama í dag.

Meira en milljón manna þurfti að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins. Um 1500 manns fórust. Nú, fimm árum eftir að ósköpin dundu á, eru heilu hverfin í borginni enn auð. Margir hafa ekki ennþá snúið til sins heima, segir AFP fréttastofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×