Erlent

Bandarískir hermenn féllu í Afganistan

MYND/AFP

Sjö bandarískir hermenn létust um helgina í átökum í suðurhluta Afganistans. Tveir þeirra létust í sprengjuárásum í gær og þrír féllu í bardögum á laugardag. 42 bandarískir hermenn hafa þá látist það sem af er ágústmánuði í landinu en í júlí féllu 66 bandaríkjamenn.

Ef litið er til allra erlendra hermanna í landinu hafa 62 fallið í mánuðinum, þar af sjö Bretar. Bandarískum hermönnum hefur fjölgað mikið í landinu og telja þeir nú hundrað þúsund en hermenn annara þjóða er um 20 þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×