Erlent

Myrti sex úr sömu fjölskyldunni

Af vettvangi. Maðurinn myrti sjö og særði 14 áður en hann tók eigið líf.
Af vettvangi. Maðurinn myrti sjö og særði 14 áður en hann tók eigið líf. Mynd/AFP

Sex af fórnarlömbum byssumannsins sem myrti sjö og særði 14 í slóvösku höfuðborginni Bratislava í morgun komu úr sömu fjölskyldunni. Maðurinn sem var vopnaður haglabyssu og tveimur skammbyssum var einn að verki. Hann tók eigið líf eftir að lögreglumenn króuðu hann af.

Maðurinn myrti fólkið í íbúð í fjölbýlishúsi í úthverfi borgarinnar, að því er fram kemur á vef Sky-fréttastofunnar. Fyrir utan húsið skaut maðurinn konu til bana og særði 14, þar á meðal þriggja ára gamalt barn. Hinir særðu eru ekki alvarlega særðir.

Ekki er vitað hver ástæða árásarinnar var. Lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á manninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×