Erlent

Hague sver af sér samkynhneigð

William Hague, utanríkisráðherra Bretlands.
William Hague, utanríkisráðherra Bretlands.

Utanríkisráðherra Bretlands hefur gefið út yfirlýsingu þar sem sögusögnum um samkynhneigð hans er vísað á bug.

William Hague, sem eitt sinn var formaður breska íhaldsflokksins, hefur verið á milli tannana á fólki undanfarna daga eftir að ýjað hefur verið að því að Hague, sem er giftur maður, hefði átt í ástarsambandi við aðstoðarmann sinn.

Aðstoðarmaðurinn, hinn 25 ára gamli Christopher Myers hefur nú látið af störfum en Hague hafði verið gagnrýndur fyrir að ráða hann þrátt fyrir ungan aldur auk þess sem Myers hefur litla sem enga reynslu af utanríkismálum. Það var breska blaðið Daily Mail sem fyrst flutti fregnir af sambandi Hague og Myers og viðurkenndi Hague í kjölfarið að þeir hafi notað sama hótelherbergi nokkrum sinnum í kosningabaráttunni á síðasta ári.

Hague þvertekur hinsvegar fyrir að eiga í ástarsambandi við manninn og í yfirlýsingunni greinir hann frá því að hann sé hamingjusamlega giftur, þrátt fyrir að þeim hjónum hafi gengið illa að eignast börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×