Erlent

Níu látnir eftir bruna á elliheimili

MYND/AFP

Níu létust í morgun þegar eldur blossaði upp á elliheimili í Rússlandi um 150 kílómetra norður af Moskvu. Talið er að einn vistmanna heimilisins hafi kveikt eldinn en um 500 manns dvöldu á elliheimilinu.

Eldsvoðar eru algengir á stofnunum í Rússlandi og á hverju ári látast um átján þúsund manns í brunum. Það er mun hærra hlutfall en þekkist í Bandaríkjunum og í ríkjum Vestur-Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×