Erlent

Lifði af fall af fertugustu hæð

Frá Bandaríkjunum
Frá Bandaríkjunum

Rúmlega tvítugur maður lifði af fjörutíu hæða fall ofan af húsþaki í New York. Maðurinn lenti á fólksbifreið af gerðinni Dodge Charger. Hann fór í gegnum bakrúðu bílsins og hafnaði í aftursætinu. Maðurinn brotnaði á báðum fótum en svo virðist sem hann hafi stokkið fram af þakinu.

Hann er ekki fyrstur til að lifa af svo hátt fall í New York. Árið 2007 lifði gluggaþvottamaður af eftir að hafa fallið ofan af þaki á 47 hæða húsi.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×