Fleiri fréttir

Bann við giftingum brýtur í bága við stjórnarskrá

Vaughn Walker, dómari í Kaliforníu, felldi úr gildi bann við hjónaböndum samkynhneigðra í Kaliforníuríki. Walker taldi bannið, sem samþykkt var í atkvæðagreiðslu fyrir tveimur árum, brjóta í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Stjórnvöld banna útflutning á hveiti

Rússnesk stjórnvöld hafa bannað allan útflutning á korni til ársloka. Ástæðan er sú að tuttugu prósent af hveitiuppskeru landsins eyðilögðust í skógareldum. Bannið gæti framlengst telji stjórnvöld það nauðsynlegt.

Andstæðingar fallast á úrslitin

Íbúar í Keníu samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta nýja stjórnarskrá sem dregur mjög úr völdum forseta landsins. Andstæðingar nýju stjórnarskrárinnar segjast ætla að sætta sig við niðurstöðuna.

Tryggði stöðu sína til hausts

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, tryggði stöðu sína á þinginu að minnsta kosti fram á haustið þegar stjórnarþingmenn felldu þingsályktunartillögu gegn aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu, sem er flæktur í spillingarmál.

Verja kjarnorkuver fyrir skógareldum

Björgunarsveitir í Rússlandi eru að örmagnast eftir að hafa barist vikum saman við skógarelda sem engin leið virðist að hemja.

Bandaríkjamenn senda fulltrúa til Hiroshima

Bandaríkjamenn senda á morgun í fyrsta skipti fulltrúa sinn til þess að vera við minningarathöfn um kjarnorkuárásina á Japönsku borgina Hiroshima í síðari heimsstyrjöldinni.

Klæðaskiptingar húðstrýktir

Nítján ungir múslimar hafa verið húðstrýktir opinberlega í Súdan fyrir að klæðast kvenmannsfötum og farða sig.

Aaaarg...reykingamaður um borð

Þotu American Airlines sem var á leið frá New York til Los Angeles í gær var snúið til lendingar í Nýju Mexíkó þegar talið var að farþegi hefði kveikt sér í sígarettu.

Vill dauðadóm yfir WikiLeaks hermanni

Bandarískur þingmaður telur að dæma eigi til dauða hermanninn sem sakaður hefur verið um að leka hernaðarupplýsingum til WikiLeaks vefsíðunnar.

Fidel Castro ávarpar þingið á Kúbu

Reiknað er með að Fidel Castro fyrrum leiðtogi Kúbu muni ávarpa þingið á Kúbu um helgina. Yrði það í fyrsta sinn í fjögur ár að Fidel ávarpar þingið.

Stór jarðskjálfti austur af Kuril eyjum

Jarðskjálfti upp á 6 á richter mældist austur af Kuril eyjum í nótt en eyjarnar liggja á milli Japans og Rússlands í Kyrrahafinu og teljast til rússnesk yfirráðasvæðis.

BP dælir sementi í borholuna á Mexíkóflóa

Aðgerðir BP olíufélagsins á Mexíkóflóa ganga mjög vel og ætlar félagið í dag að byrja að dæla sementi niður í borholuna sem lekið hefur olíu út í flóann.

Tvöfalda hreina orku á áratug

Þjóðverjar ráðgera að fimmtungur af allri orkunotkun þeirra verði frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Með því myndi hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa tvöfaldast á næsta áratug.

Bera ábyrgð á mesta olíuleka sögunnar

Frá 23. apríl fram í ágústbyrjun láku nærri fimm milljónir tunna af olíu út í Mexíkóflóa. Í gær gáfu bandarísk stjórnvöld út þá tilkynningu að fjórðungur þeirrar olíu væri enn í hafinu, en 75 prósent hafi ýmist verið hreinsuð upp, brennd, gufað upp í andrúmsloftið eða brotnað niður í hafinu.

Mökkurinn yfir Moskvu aldrei verið þykkari

Borgaryfirvöld í Moskvu vöruðu íbúa í gær við eitruðum reyk af völdum nærliggjandi skógarelda sem liggur yfir borginni. Mökkurinn í gær er sagður sá þykkasti til þessa.

Fjórtán ára ein í hnattsiglingu

Fjórtán ára gömul hollensk stúlka vonast til að verða sú yngsta í heimi til að sigla einsömul umhverfis heiminn á seglskútu. Laura Dekker lagði í gær upp frá höfninni í Den Osse í 11,5 metra langri skútu sem nefnist Guppy. Ferðinni er heitið til Portúgal, þar sem hún skilur föður sinn eftir og leggur af stað í hnattsiglinguna.

Hip Hoppari í forsetaframboð

Hip hop-tónlistarmaðurinn Wyclef Jean hyggst bjóða sig fram til forseta Haítí. Haft er eftir bróður Jean að honum sé full alvara með framboðinu og að hann geri sér fullkomlega grein fyrir því hve erfitt hlutskipti næsta forseta verður.

Bandaríkjamenn minnast í Hírósíma

Sendinefnd frá Bandaríkjunum verður við minningarathöfn um kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á Hírósíma í Japan sem haldin verður í borginni á morgun. Þá verða 65 ár liðin frá kjarnorkusprengingunni sem kostaði 140.000 manns lífið. Þetta er í fyrsta skipti sem Bandaríkjamenn senda fulltrúa á minningarathöfnina.

Superman bjargaði deginum

Fjölskylda í suðurríkjum Bandaríkjanna var búin að missa heimilið sitt í hendur bankans. Hún var með tárin í augunum að pakka niður búslóðinni þegar nokkur gömul

Hótaði að myrða forsætisráðherrann og fjölskyldu

Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær 43ja ára gamlan mann sem hafði hótað Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra landsins, lífláti. Ritzau fréttastofan segir að maðurinn hafi tvisvar sinnum hótað því að drepa forsætisráðherrann og fjölskyldu hans Danir myndu ekki kalla hermenn sína til baka frá Afganistan. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Ekki taka pabba

Sjónvarpsmyndir hafa verið birtar af því þegar fimm ára palestinskur drengur grátbiður Ísraelska hermenn um að handtaka ekki föður sinn.

Sprengju varpað að forseta Írans

Handsprengju var í dag varpað að bílalest Mahmouds Ahmadinejad forseta Írans. Forsetann sakaði ekki en nokkrir aðrir særðust.

Veiklað hjarta veikir heilann

Svo virðist sem beinni tengsl séu milli heilbrigðis hjarta og heila en vísindamenn hafa hingað til gert sér grein fyrir. Samkvæmt nýrri rannsókn eldist heilinn hraðar ef hjartað er veiklað, jafnvel þótt eiginlegir hjartasjúkdómar hafi ekki látið á sér kræla.

Hvar eru ellismellirnir?

Óvíða í heiminum er gömlu fólki sýnd jafn mikil virðing og í Japan. Það er heiðrað umfram aðra og fær gjafir frá stjórnvöldum á afmælisdegi sínum. Það fær líka dádóð eftirlaun.

Ferfætt fórnarlömb stríðs

Stríð tekur toll af fleirum en mönnum. Þegar tíkin Gina fór til Íraks var hún tveggja ára gömul, glaðvær og galsafull.

Með pabba á völlinn

Barack Obama er mikill áhugamaður um körfubolta. Hann á tvær dætur en enga syni sem hann getur deilt þessum áhuga með. Og hvað gera forsetar þá?

Flugslys í Alaska

Þrír menn létu lífið þegar stór fragtflugvél þeirra hrapaði til jarðar í aðflugi að Denali þjóðgarðinum í Alaska á sunnudag.

Innlyksa í bíl í skógareldum -myndband

Litla munaði að illa færi fyrir fjórum sjálfboðaliðum frá bænum Viska í Rússlandi sem höfðu farið til þess að hjálpa nágrönnum að verja hús sín fyrir skógareldunum sem þar geisa.

Bankaverðir hálshöggnir

Bankaræningjar í Afganistan hjuggu höfuðin af sex varðmönnum í banka í Balkh héraði um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir