Erlent

Innlyksa í bíl í skógareldum -myndband

Óli Tynes skrifar
Erfitt var að finna leið út af brunasvæðinu.
Erfitt var að finna leið út af brunasvæðinu.

Litla munaði að illa færi fyrir fjórum sjálfboðaliðum frá bænum Viska í Rússlandi sem höfðu farið til þess að hjálpa nágrönnum að verja hús sín fyrir skógareldunum sem þar geisa.

Á heimleiðinni voru þeir í mestu vandræðum með að finna leið í gegnum eldana sem voru að umkringja þá. Þeir fundu þó leið á síðustu stundu.

Að minnsta kosti 34 hafa farist í skógareldunum. Heilu þorpin hafa orðið þeim að bráð og þúsundir húsa brunnið til kaldra kola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×