Erlent

Stór jarðskjálfti austur af Kuril eyjum

Jarðskjálfti upp á 6 á richter mældist austur af Kuril eyjum í nótt en eyjarnar liggja á milli Japans og Rússlands í Kyrrahafinu og teljast til rússnesk yfirráðasvæðis.

CNN hefur eftir bandarísku jarðfræðistofnuninni að skjálftinn hafi orðið á hafsbotni í um 1.600 kílómetra fjarlægð norður af Tokýó.

Þar sem upptök skjálftans voru svo langt á hafi úti er talið ólíklegt að hann valdi nokkrum skaða og því hefur flóðbylgjuaðvörun ekki verið gefin út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×