Erlent

Mary krónprinsessa Dana sögð vera ólétt að nýju

Flest öll vikublöðin í Danmörku eru með það á hreinu að Mary krónprinsessa landsins sé ólétt af þriðja barni sínu.

Fjallað er um málið í dönskum fjölmiðlum í dag en þar segir að vikublöðin telji að vaxandi bumban á Mary geti ekki verið merki um neitt annað en að hún sé ófrísk.

Tímaritið Se & Hör skrifar einnig að klæðnaður Mary að undanförnu beri þess merki að hún sé að skýla óléttu sinni. Þá hefur Se & Hör heimildir fyrir því að Mary hafi farið í skoðun á Ríkisspítalanum í síðasta mánuði til að láta kanna hvort ekki væri allt í lagi með fóstrið.

Þau Mary og krónprins Friðrik eiga fyrir hina þriggja ára gömlu Isabellu og hinn fjögurra ára gamla Christian.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×