Erlent

Churchill vildi leynd um fljúgandi furðuhlut

Óli Tynes skrifar
Ekki segja neinum.
Ekki segja neinum.

Winston Churchill vildi halda því leyndu að ein af flugvélum breska flughersins hefði hitt fyrir fljúgandi furðuhlut í síðari heimsstyrjöldinni.

Þetta kemur fram í nýbirtum leyniskjölum sem breska ríkisstjórnin hefur gert opinber. Það var njósnaflugvél sem var að koma úr leiðangri frá Þýskalandi eða Frakklandi sem hitti fyrir furðuhlutinn undir lok styrjaldarinnar.

Sagan um þetta er höfð eftir fyrrverandi lífverði Churchills sem heyrði hann ræða málið við Dwight Eisenhower hershöfðingja, yfirmann herja bandamanna.

Churchill á að hafa sagt; „Þessu verður að halda leyndi. Þetta myndi skapa skelfingu meðal almennings og eyðileggja trú hans á kirkjuna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×