Erlent

Bandaríkjamenn senda fulltrúa til Hiroshima

Óli Tynes skrifar
Hiroshima eftir árásina.
Hiroshima eftir árásina.

Bandaríkjamenn senda á morgun í fyrsta skipti fulltrúa sinn til þess að vera við minningarathöfn um kjarnorkuárásina á Japönsku borgina Hiroshima í síðari heimsstyrjöldinni.

Sextíu og fimm ár eru þá liðin frá því árásin var gerð. Um 140 þúsund manns létu lífið. Um 70 þúsund fórust í kjarnorkuárás á borgina Nagasaki þrem dögum síðar.

Bandaríkjamenn hafa aldrei beðist afsökunar á þessum árásum.

Skoðanakannanir þar sýna að meirihluti þjóðarinnar telur þær hafa verið nauðsynlegar til þess að komast hjá miklu mannfalli meðal bandarískra hermanna ef gerð hefði verið hefðbundin innrás í Japan.

Bandaríski sendiherrann í Japan mun leggja blómsveig í Horishima til þess að votta virðingu öllum fórnarlömbum heimsstyrjaldarinnar, að því er segir í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×