Erlent

Fidel Castro ávarpar þingið á Kúbu

Reiknað er með að Fidel Castro fyrrum leiðtogi Kúbu muni ávarpa þingið á Kúbu um helgina. Yrði það í fyrsta sinn í fjögur ár að Fidel ávarpar þingið.

Ríkisfjölmiðlar Kúbu segja frá því að sérstakur þingfundur verði haldinn á laugardaginn að ósk Fidel en þar á að ræða um alþjóðamál.

Fidel er orðinn 83 ára gamall en hann hefur átt við mikil veikindi að stríða á síðustu árum. Hann virðist hafa náð sér að fullu og hefur sést opinberlega við nokkur tækifæri á undanförnum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×