Erlent

Tvöfalda hreina orku á áratug

Skip siglir fram hjá vindmyllu í Norðursjó. Fréttablaðið/AP
Skip siglir fram hjá vindmyllu í Norðursjó. Fréttablaðið/AP
Þjóðverjar ráðgera að fimmtungur af allri orkunotkun þeirra verði frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Með því myndi hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa tvöfaldast á næsta áratug.

Norbert Roettgen umhverfisráðherra upplýsti á fundi í gær að vöxtur „hreinnar tækni“ í orkuiðnaði, svo sem vind- og sólarorku, auk lífræns eldsneytis, verði meiri en spár hafa gert ráð fyrir þannig að farið verði fram úr áætlunum stjórnvalda um að 18 prósent orkunnar verði endurnýtanleg árið 2020. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×