Erlent

Tryggði stöðu sína til hausts

Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, tryggði stöðu sína á þinginu að minnsta kosti fram á haustið þegar stjórnarþingmenn felldu þingsályktunartillögu gegn aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu, sem er flæktur í spillingarmál.

Berlusconi hafði lagt mikla áherslu á að ályktunin yrði felld, en óvíst var hvort stjórnin hefði meirihluta til þess eftir að Gianfranco Fini, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði skilið við stjórnina eftir langvarandi deilur við Berlusconi.

Stuðningsmenn Finis, 33 að tölu, skiluðu auðu í atkvæðagreiðslunni.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×