Erlent

Naomi Campell vitnar fyrir stríðsglæpadómstólnum

Ofurfyrirsætan Naomi Campell hefur borið vitni fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag.

Þar er nú réttað yfir Charles Taylor fyrrum einræðisherra Líberíu. Dómstóllinn bað Naomi um að staðfesta að Taylor hafi gefið henni svokallaða blóðdemanta árið 1997.

Demantarnir bera þetta nafn því talið er að Taylor hafi fjármagnað hið hrottalega borgararstríð í Líberíu með ólöglegri demantasölu.

Taylor hefur neitað þessu en dómstóllinn vonast til að vitnisburður Naomi muni sýna fram á tengsl Taylor við demantasöluna.

Naomi segir að hún hafi fengið "skítuga demanta" að gjöf frá tveimur óþekktum mönnum eftir veislu í Suður Afríku árið 1997.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×