Erlent

Hip Hoppari í forsetaframboð

Búist er við að Jean tilkynni framboð sitt formlega á fimmtudag en vafi er á því hvort hann hafi kjörgengi þar sem hann hefur lengst af búið í Bandaríkjunum.Fréttablaðið/AP
Búist er við að Jean tilkynni framboð sitt formlega á fimmtudag en vafi er á því hvort hann hafi kjörgengi þar sem hann hefur lengst af búið í Bandaríkjunum.Fréttablaðið/AP
Hip hop-tónlistarmaðurinn Wyclef Jean hyggst bjóða sig fram til forseta Haítí. Haft er eftir bróður Jean að honum sé full alvara með framboðinu og að hann geri sér fullkomlega grein fyrir því hve erfitt hlutskipti næsta forseta verður.

Jean er fæddur í Port-au-Prince á Haítí en ólst upp í Brooklyn í New York í Bandaríkjunum. Hann er þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Fugees sem var einkar vinsæl á 10. áratug síðustu aldar.

Nýr forseti Haítí verður kjörinn í nóvember en aðstæður í landinu eru mjög erfiðar eftir að jarðskjálfti reið yfir í janúar og varð 300.000 manns að bana. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×