Erlent

Sprengju varpað að forseta Írans

Óli Tynes skrifar
Mahmoud Amadinejad forseti Írans.
Mahmoud Amadinejad forseti Írans.

Handsprengju var í dag varpað að bílalest Mahmouds Ahmadinejad forseta Írans. Forsetann sakaði ekki en nokkrir aðrir særðust.

Sagt er að tilræðismaðurinn hafi verið handtekinn. Ahmadinejad var á leið á útifund til að flytja þar ræðu. Hann hélt þá áætlun eins og ekkert hefði í skorist.

Þrátt fyrir að klerkastjórnin haldi þjóðinni í heljargreipum fer andóf vaxandi.

Mannskæðar mótmælagöngur hafa verið farnar og stjórnarandstæðingar verið handteknir umvörpum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×