Erlent

Enginn skortur á bílum á Gaza ströndinni

Óli Tynes skrifar
Chevrolet Cruz virðist vinsæll á Gaza.
Chevrolet Cruz virðist vinsæll á Gaza. Mynd/Chevrolet

Það er enginn sérstakur skortur á glænýjum glæsikerrum á Gaza ströndinni. Og eftirspurnin er næg.

Spurningin er hvernig komast glæsikerrurnar inn á ströndina? Og svarið er; þeim er ýtt í gegnum jarðgöng.

Vegna landamæralokunar Ísraela og Egypta á Gaza ströndina hafa nýir bílar ekki komist þangað eftir eðlilegum leiðum. Ráðagóðir Palestínumenn hafa þá grafið jarðgöng fyrir þá.

Jarðgöng yfir til Egyptalands skipta raunar hundruðum. Og mala gull fyrir eigendur sína og Hamas samtökin sem tolla allt sem fer þar í gegn.

Ísraelar hafa að vísu aflétt banni við innflutningi bíla til Gaza. En Hamas samtökin og Fatah hafa ekki getað komið sér saman um hver eigi að stjórna þeirri verslun.

Jarðgangastjórar eru ekkert óánægðir með það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×