Erlent

Fjórtán ára ein í hnattsiglingu

„Ég má sigla og það er frábært,“ sagði Laura við blaðamenn í gær. Fréttablaðið/AP
„Ég má sigla og það er frábært,“ sagði Laura við blaðamenn í gær. Fréttablaðið/AP
Fjórtán ára gömul hollensk stúlka vonast til að verða sú yngsta í heimi til að sigla einsömul umhverfis heiminn á seglskútu. Laura Dekker lagði í gær upp frá höfninni í Den Osse í 11,5 metra langri skútu sem nefnist Guppy. Ferðinni er heitið til Portúgal, þar sem hún skilur föður sinn eftir og leggur af stað í hnattsiglinguna.

Laura vann í síðustu viku sigur í dómsmáli sem leysir hana undan hollenskum barnaverndarlögum, en þau stóðu í vegi fyrir siglingunni. Hún kveðst óhrædd við sjóræningja og hefur skólabækur meðferðis. Laura segist að vísu munu sakna ættmenna og fjölskylduhundsins. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×