Erlent

Mökkurinn yfir Moskvu aldrei verið þykkari

Forsætisráðherra Rússa hittir flugmenn ráðuneytis almannavarna í Rússlandi á flugvellinum í Voronezh í gær. Fréttablaðið/AP
Forsætisráðherra Rússa hittir flugmenn ráðuneytis almannavarna í Rússlandi á flugvellinum í Voronezh í gær. Fréttablaðið/AP
Borgaryfirvöld í Moskvu vöruðu íbúa í gær við eitruðum reyk af völdum nærliggjandi skógarelda sem liggur yfir borginni. Mökkurinn í gær er sagður sá þykkasti til þessa.

Skógareldar hafa eyðilagt skóga í Rússlandi, þorp og eina herstöð. Í landinu er mesta hitabylgja sem þar hefur riðið yfir og eykur það á vanda vegna skógarelda, sem plaga mið- og vesturhéruð landsins.

Nærri 50 manns hafa látist í eldunum. Slökkvilið hefur ráðið niðurlögum 293 elda, en ráðuneyti almannavarna í Rússlandi segir vitað um aðra 403. Yfir 500 eldar nái yfir stór landsvæði og sumir þeirra séu stjórnlausir. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×