Erlent

Hótaði að myrða forsætisráðherrann og fjölskyldu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lars Løkke Rasmussen var hótað lífláti. Mynd/ afp.
Lars Løkke Rasmussen var hótað lífláti. Mynd/ afp.
Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær 43ja ára gamlan mann sem hafði hótað Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra landsins, lífláti. Ritzau fréttastofan segir að maðurinn hafi tvisvar sinnum hótað því að drepa forsætisráðherrann og fjölskyldu hans Danir myndu ekki kalla hermenn sína til baka frá Afganistan. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×