Erlent

Ekki taka pabba

Óli Tynes skrifar
Khaled litli hangir í hermönnunum og biður þá að sleppa pabba sínum.
Khaled litli hangir í hermönnunum og biður þá að sleppa pabba sínum.

Sjónvarpsmyndir hafa verið birtar af því þegar fimm ára palestinskur drengur grátbiður Ísraelska hermenn um að handtaka ekki föður sinn.

Ísraelsku hermennirnir komu í þorpið Bakka á Vesturbakkanum og sökuðu bændur þar um að stela vatni frá ísraelsku byggðarlagi. Þeir rifu upp vatnsleiðslur sem voru notaðar til að vökva akra og handtóku nokkra menn.

Þeirra á meðal var faðir Khaleds Jabari sem var skelfingu lostinn þegar hermennirnir voru að færa föður hans á brott.

Hann togaði í föt hermannanna og hrópaði og grét og bað þá um að sleppa pabba sínum. Einn ísraelsku hermannanna tók drenginn í fangið og fór með hann burt meðan faðirinn var settur um borð í herjeppa.

Palestinskur talsmaður barnaverndarsamtaka sagði augljóst að Khaled litli hafi haldið að faðir hans kæmi aldrei aftur. Hann hefði engan skilning á því hvað það væri að handtaka fólk.

Hann sagði að sálfræðingur yrði sendur til Khaleds til þess að vinna með honum úr þessu áfalli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×