Erlent

Hindra olíuleka

Á laugardaginn strandaði risaskip við Stóra kóralrifið. fréttablaðið/AP
Á laugardaginn strandaði risaskip við Stóra kóralrifið. fréttablaðið/AP
Hópur manna vann í gær að því að stöðva olíuleka úr kínversku kolaflutningaskipi sem strandaði út af ströndum Ástralíu, við stærsta kóralrif heims.

Um þúsund tonn af olíu eru í skipinu og er það stórskemmt eftir strandið. Strangar takmarkanir eru á skipasiglingum við Stóra kóralrifið, sem er á náttúruminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Dýralíf og sjávargróður við rifið þykir ómetanlegt. -gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×