Erlent

25 teknir af lífi í Írak

MYND/AFP
Íraskir byssumenn myrtu í dag að minnsta kosti 25 manns sem hliðhollir voru hersveitum Súnnía sem eru andstæðingar Al Kæeda í landinu. Byssumennirnir dulbjuggu sig sem Íraska hermenn og fóru hús úr húsi í þorpi suður af Bagdad og handtóku fólk sem síðar var tekið af lífi.

Hersveitir Súnnía hafa stutt ríkisstjórnina í Írak og talið er víst að um hemdarverk af hálfu Al Kæeda hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×