Fleiri fréttir Íranskur kjarnorkufræðingur í Bandaríkjunum Íranskur kjarnorkuvísindamaður hefur fengið pólitískt hæli í Bandaríkjunum að sögn ABC fréttastofunnar. 31.3.2010 16:14 Búrkur og blæjur bannaðar í Belgíu Þverpólitísk þingnefnd í Belgíu samþykkti einróma í dag að banna blæjur og annan klæðnað sem algerlega hylur andlit manna. 31.3.2010 15:21 Biskupar hvetja fólk til að kæra misnotkun Evrópskir biskupar eru farnir að hvetja fórnarlömg kynferðislegrar misnotkunar í kaþóolsku kirkjunni að fara með mál sín til lögregluyfirvalda. 31.3.2010 15:05 Skoda með fljótasta löggubílinn í Danaveldi Skoda og Ford umboðin í Danmörku eru komin í pínulítið stríð út af löggubílum. Í síðustu viku sagði Extrabladet frá Ford Focus sem umboðíð hafði látið mála sem lögreglubíl. 31.3.2010 14:21 Krabbameinsleit fremur gagnleg en skaðleg Krabbameinsleit í brjóstum gerir meira gagn en ógagn. Fjöldi lífa sem bjargað er með slíkri leit er tvöfaldur á við þær leitir sem gerðar eru að tilefnislausu. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerðar voru á 80 þúsund konum. 31.3.2010 10:36 Loftslagsprófessor gerði ekkert rangt Vísindanefnd breska þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að prófessor sem var í miðdepli hins svokallaða tölvupóstahneykslis í loftslagsmálum hafi ekki falsað neinar niðurstöður. 31.3.2010 09:48 Ellefu fórust í sjálfsmorðssprengjuárás Að minnsta kosti ellefu fórust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í bænum Kisljar á Kákasussvæðinu við Rússland í nótt. Meðal þeirra sem fórust voru sex lögreglumenn. Þjóðarsorg var í Rússlandi í gær vegna hryðjuverkanna í Moskvu í fyrradag. 31.3.2010 08:09 Fresta skýrslu um morðið á Bhutto Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað útgáfu skýrslu um morðið á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, að beiðni pakistanskra stjórnvalda. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, samþykkti þessa frestun í gær, einungis fáeinum klukkustundum áður en skýrlsan átti að koma út. Bhutto var myrt í sjálfsmorðsárás á leið sinni á framboðsfund í Rawalpindi í desember 2007. 31.3.2010 08:00 Rændu 100 indverskum sjómönnum Sómalskir sjóræningjar hafa rænt meira en 100 indverskum sjómönnum undan ströndum Sómalíu. Gíslarnir voru á sjö til átta farþegaskipum þegar þeim var rænt, en skipin eru núna á valdi sjóræningjanna. 31.3.2010 08:00 Biðjast afsökunar á fjöldamorðunum í Srebrenica Serbneska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem beðist er afsökunar á fjöldamorðunum í Srebrenica fyrir fimmtán árum síðan. Í ályktuninni segir að Serbar hefðu átt að gera meira til þess að koma í veg fyrir þær hörmungar sem urðu. Um átta þúsund múslimar í Bosníu voru myrtir í árásunum en árásarmennirnir voru bandamenn Slobodans Milesovic, sem þá var forseti Serbíu. Ályktunin var samþykkt með naumum meirihluta eftir 13 tíma umræður í serbneska þinginu. 31.3.2010 07:51 Súkkulaði dregur úr líkum á hjartasjúkdómum Líkurnar á því að fá hjartasjúkdóma eða heilablóðfall geta minnkað um 39%, borði menn súkkulaði á hverjum degi. Þetta fullyrðir þýskur næringarfræðingur sem hefur rannsakað málið. 31.3.2010 07:00 Örfáir eru algerlega öruggir Aðeins einn af hverjum fjörutíu ökumönnum getur ekið bíl og talað í farsíma á sama tíma án þess að það bitni á öryggi hans og ökuhæfileikum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 31.3.2010 04:00 Róteindir nálguðust ljóshraða Sviss, ap Vísindamönnum við Evrópsku kjarnorkurannsóknarstöðina (CERN) tókst í gær að koma róteindum nærri hraða ljóssins og láta þær svo rekast saman í risavöxnum sterkeindahraðli. 31.3.2010 03:00 Ísraelar ósamstiga um kröfur Bandaríkjanna Ísrael, AP Tilgangur Baracks Obama með því að boða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, á sinn fund í Washington í síðustu viku var að kynna þær kröfur sem Bandaríkjamenn gera til Ísraelsstjórnar. 31.3.2010 03:00 Hægir á verðhækkun orku Tólf mánaða verðbólga í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) minnkaði lítillega í febrúar á þessu ári, var 1,9 prósent. Í fyrra mánuði mældist 2,1 prósents verðbólga. 31.3.2010 02:00 Óvíst um afdrif námumanna Kína, AP Ættingjar 153 námuverkamanna kröfðust svara og aðgerða af björgunarfólki og stjórnvöldum í Kína. Um þúsund björgunarmenn hafa unnið á vöktum við að bjarga mönnum úr námu í Shanxi-héraði eftir að vatn flæddi niður í hana á sunnudag. 31.3.2010 01:00 Kanada löðrungaði Hillary Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna fékk óþægilegan skell í Kanada í dag. 30.3.2010 17:12 Helstirnið í nærmynd Cassini geimfarið tók þessa mynd af Mimas tungli Satúrnusar úr aðeins 9.500 kílómetra fjarlægð. Það er það næsta sem geimfar hefur farið tunglinu. 30.3.2010 16:44 Þakhluti á höll Nerós hrundi í dag Stór hluti af þakinu á hinni Gullnu höll Nerós í Róm hrundi í dag. Ekki er vitað til þess að neinn hafi orðið þar undir, en slökkviliðsmenn hafa girt svæðið af og eru að leita í rústunum. 30.3.2010 15:47 Með hríðskotariffla í neðanjarðarlestum Lestarfarþegum í neðanjarðarlestum í New York brá í brún í morgun þegar þeir sáu lögreglumenn með hríðskotariffla, hjálma og í skotheldum vestum um borð í lestarvögnunum. 30.3.2010 14:24 Hvar í helv... er klósettpappírinn? Starfsmenn í Stjórnsýslumiðstöð breska ríkisins í West Midlands eru öskureiðir yfir því að búið er að setja upp tímamæla sem slökkva ljós á klósettum miðstöðvarinnar eftir tíu mínútur. 30.3.2010 13:45 Morðkvendin í Moskvu hyllt Margar vefsíður sem tengjast Al Kaida hafa hyllt konurnar tvær sem myrtu þrjátíu og níu Rússa í sprengjuárásum á neðanjarðarlestarkerfi Moskvu í gær. 30.3.2010 11:03 Tony Blair aftur í slaginn Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands blandar sér í dag í kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar sem að öllum líkindum verða haldnar sjötta maí næstkomandi. 30.3.2010 10:24 Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Finnska skáldkonan Sofi Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010. Verðlaunin hlýtur hún fyrir þriðju bók sína Puhdistus. 30.3.2010 10:07 Nú brosir Silvio breitt Það virðist vera nokkuð sama hversu mikið andstæðingarnir hamast á Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu. Hann heldur sínu og vel það. 30.3.2010 10:04 Viðurkennir að hafa ætlað að myrða Obama Tuttugu og eins árs gamall nýnasisti frá Tennesse í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa ætlað að myrða fjölda svartra Bandaríkjamanna. Þar á meðal Barack Obama, sem þá var öldungardeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi. 30.3.2010 08:23 Óttast að Kínverjar taki þúsundir manna af lífi Mannréttindasamtökin Amnesty International hvetja kínversk stjórnvöld til að greina frá því hversu margir borgarar eru teknir þar af lífi á hverju ári. 30.3.2010 08:00 Börn hreyfa sig of lítið Þriðjungur barna í öllum heiminum ver þremur tímum eða meira á dag fyrir framan tölvu eða sjónvarpið, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gert. Rannsóknin tók til nærri 73 þúsund barna á aldrinum 13 - 15 ára í 34 löndum. 30.3.2010 07:47 Þjóðarsorg í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa lýst yfir þjóðarsorg í landinu í dag vegna þeirra 38 sem fórust í sjálfsmorðssprengingum í landinu í fyrrinótt. 30.3.2010 07:00 Aung San Suu Kyi ekki fram Lýðræðishreyfingin í Búrma ætlar ekki að bjóða fram í þingkosningum, sem herforingjastjórnin hefur boðað til síðar í ár. Hreyfingin segir greinilegt að kosningarnar verði ekki lýðræðislegar. Þetta verða fyrstu þingkosningar í landinu í tvo áratugi. Herforingjastjórnin hefur lagt ríka áherslu á að stjórnarandstæðingar gæti hófs í baráttunni. 30.3.2010 06:00 Sakfelldir fyrir mútuþægni Fjórir yfirmenn ástralska fyrirtækisins Rio Tinto í Kína fengu sjö til fjórtán ára fangelsi fyrir að þiggja mútur og aðra spillingu, sem kínverskur dómstóll segir að hafi valdið kínverskum stáliðnaði alvarlegu tjóni. 30.3.2010 06:00 Pútín og Medvedev boða stríðsaðgerðir „Við munum halda áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum án þess að hvika þar til yfir lýkur,“ sagði Dmitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, eftir að tvær konur höfðu sprengt sig í loft upp á tveimur lestarstöðvum í Moskvu í gær. Auk árásarkvennanna létu að minnsta kosti 38 manns lífið og sextíu manns særðust. 30.3.2010 05:00 Svörtu ekkjurnar myrtu í Moskvu Það voru tvær svartar ekkjur sem gerðu árásirnar á háannatíma í neðanjarðarlestarkerfi Moskvuborgar eldsnemma í morgun. 29.3.2010 16:39 Segir Gerry Adams hafa fyrirskipað morð Fyrrverandi foringi í Írska lýðveldishernum segir að Gerry Adams þingmaður og forseti stjórnmálaflokksins Sinn Fein hafi fyrirskipað morðið á ekkju og tíu barna móður sem var skotin til bana í desember árið 1972. 29.3.2010 15:58 Jóhanna þegar komin með kattasmala -myndband Orð Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra um kattasmölun hafa vakið nokkra athygli og umræðu. 29.3.2010 15:14 Sonur Errols Flynn fundinn? Talið er að búið sé að finna jarðneskar leifar fréttaljósmyndarans Sean Flynn, sem var sonur leikarans margfræga Errolls Flynn. 29.3.2010 14:23 Mál og menning meðal 12 bestu í heimi Mál og menning við Laugaveg er nefnd meðal tólf bestu bókabúða í heimi á lista sem danska blaðið Berlingske Tidende tók saman. 29.3.2010 12:56 Búið að finna afturhluta kóresku korvettunnar Búið er að finna á hafsbotni afturhluta af suður-kóresku korvettunni Cheonan sem sökk síðastliðinn föstudag eftir mikla sprengingu. 29.3.2010 10:50 Ísraelar hafa áhyggjur af ímynd sinni Ný skoðanakönnun sýnir að Ísraelar hafa nokkrar áhyggjur af ímynd þjóðarinnar. 29.3.2010 10:15 Fótspor á tunglinu friðuð Fornleifafræðingar í Kaliforníu hafa friðlýst lendingarstað Apollo 11 geimfarsins sem flutti fyrstu mennina til tungslins árið 1969. 29.3.2010 10:01 Golfstraumurinn er ekki að hægja á sér Golfstraumurinn, hafstraumurinn sem gerir Ísland byggilegt, er ekki að hægja á sér. Þetta eru niðurstöður bandarískra vísindamanna sem nýttu sér gerfitungl til þess að mæla hafstraumana. 29.3.2010 09:59 Enn leitað að Suður-kóreskum sjóliðum Fjögur bandarísk herskip aðstoða nú Suður-Kóreska flotann við að finna tugi sjóliða sem enn er saknað eftir að Suður-Kóreskt herskip sprakk og sökk á föstudaginn var. 29.3.2010 09:00 Engir Íslendingar um borð í lestunum Engir Íslendingar voru á ferð í neðanjarðarlestarstöðvunum í Moskvu þar sem tvær konur sprengdu sig í loft upp í morgun. Þetta segir Bjarni Sigtryggsson sendiráðsritari í Moskvu í samtali við fréttastofu. 29.3.2010 08:26 NATO þyrla hrapaði í Afganistan Fjórtán eru slasaðir eftir að herþyrla á vegum NATO hrapaði í Suður-Afganistan í nótt. Enginn lést þegar þyrlan hrapaði en allir um borð voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. 29.3.2010 07:54 Tugir látnir í sjálfsmorðsprengingum í Moskvu Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir að tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestarkerfi Moskvu með skömmu millibili í morgun. Fyrri sprengjan sprakk á Lubyanka lestarstöðinni sem er nærri höfuðstöðvum rússnesku leyniþjónustunnar. 29.3.2010 06:59 Sjá næstu 50 fréttir
Íranskur kjarnorkufræðingur í Bandaríkjunum Íranskur kjarnorkuvísindamaður hefur fengið pólitískt hæli í Bandaríkjunum að sögn ABC fréttastofunnar. 31.3.2010 16:14
Búrkur og blæjur bannaðar í Belgíu Þverpólitísk þingnefnd í Belgíu samþykkti einróma í dag að banna blæjur og annan klæðnað sem algerlega hylur andlit manna. 31.3.2010 15:21
Biskupar hvetja fólk til að kæra misnotkun Evrópskir biskupar eru farnir að hvetja fórnarlömg kynferðislegrar misnotkunar í kaþóolsku kirkjunni að fara með mál sín til lögregluyfirvalda. 31.3.2010 15:05
Skoda með fljótasta löggubílinn í Danaveldi Skoda og Ford umboðin í Danmörku eru komin í pínulítið stríð út af löggubílum. Í síðustu viku sagði Extrabladet frá Ford Focus sem umboðíð hafði látið mála sem lögreglubíl. 31.3.2010 14:21
Krabbameinsleit fremur gagnleg en skaðleg Krabbameinsleit í brjóstum gerir meira gagn en ógagn. Fjöldi lífa sem bjargað er með slíkri leit er tvöfaldur á við þær leitir sem gerðar eru að tilefnislausu. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerðar voru á 80 þúsund konum. 31.3.2010 10:36
Loftslagsprófessor gerði ekkert rangt Vísindanefnd breska þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að prófessor sem var í miðdepli hins svokallaða tölvupóstahneykslis í loftslagsmálum hafi ekki falsað neinar niðurstöður. 31.3.2010 09:48
Ellefu fórust í sjálfsmorðssprengjuárás Að minnsta kosti ellefu fórust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í bænum Kisljar á Kákasussvæðinu við Rússland í nótt. Meðal þeirra sem fórust voru sex lögreglumenn. Þjóðarsorg var í Rússlandi í gær vegna hryðjuverkanna í Moskvu í fyrradag. 31.3.2010 08:09
Fresta skýrslu um morðið á Bhutto Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað útgáfu skýrslu um morðið á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, að beiðni pakistanskra stjórnvalda. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, samþykkti þessa frestun í gær, einungis fáeinum klukkustundum áður en skýrlsan átti að koma út. Bhutto var myrt í sjálfsmorðsárás á leið sinni á framboðsfund í Rawalpindi í desember 2007. 31.3.2010 08:00
Rændu 100 indverskum sjómönnum Sómalskir sjóræningjar hafa rænt meira en 100 indverskum sjómönnum undan ströndum Sómalíu. Gíslarnir voru á sjö til átta farþegaskipum þegar þeim var rænt, en skipin eru núna á valdi sjóræningjanna. 31.3.2010 08:00
Biðjast afsökunar á fjöldamorðunum í Srebrenica Serbneska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem beðist er afsökunar á fjöldamorðunum í Srebrenica fyrir fimmtán árum síðan. Í ályktuninni segir að Serbar hefðu átt að gera meira til þess að koma í veg fyrir þær hörmungar sem urðu. Um átta þúsund múslimar í Bosníu voru myrtir í árásunum en árásarmennirnir voru bandamenn Slobodans Milesovic, sem þá var forseti Serbíu. Ályktunin var samþykkt með naumum meirihluta eftir 13 tíma umræður í serbneska þinginu. 31.3.2010 07:51
Súkkulaði dregur úr líkum á hjartasjúkdómum Líkurnar á því að fá hjartasjúkdóma eða heilablóðfall geta minnkað um 39%, borði menn súkkulaði á hverjum degi. Þetta fullyrðir þýskur næringarfræðingur sem hefur rannsakað málið. 31.3.2010 07:00
Örfáir eru algerlega öruggir Aðeins einn af hverjum fjörutíu ökumönnum getur ekið bíl og talað í farsíma á sama tíma án þess að það bitni á öryggi hans og ökuhæfileikum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. 31.3.2010 04:00
Róteindir nálguðust ljóshraða Sviss, ap Vísindamönnum við Evrópsku kjarnorkurannsóknarstöðina (CERN) tókst í gær að koma róteindum nærri hraða ljóssins og láta þær svo rekast saman í risavöxnum sterkeindahraðli. 31.3.2010 03:00
Ísraelar ósamstiga um kröfur Bandaríkjanna Ísrael, AP Tilgangur Baracks Obama með því að boða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, á sinn fund í Washington í síðustu viku var að kynna þær kröfur sem Bandaríkjamenn gera til Ísraelsstjórnar. 31.3.2010 03:00
Hægir á verðhækkun orku Tólf mánaða verðbólga í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) minnkaði lítillega í febrúar á þessu ári, var 1,9 prósent. Í fyrra mánuði mældist 2,1 prósents verðbólga. 31.3.2010 02:00
Óvíst um afdrif námumanna Kína, AP Ættingjar 153 námuverkamanna kröfðust svara og aðgerða af björgunarfólki og stjórnvöldum í Kína. Um þúsund björgunarmenn hafa unnið á vöktum við að bjarga mönnum úr námu í Shanxi-héraði eftir að vatn flæddi niður í hana á sunnudag. 31.3.2010 01:00
Kanada löðrungaði Hillary Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna fékk óþægilegan skell í Kanada í dag. 30.3.2010 17:12
Helstirnið í nærmynd Cassini geimfarið tók þessa mynd af Mimas tungli Satúrnusar úr aðeins 9.500 kílómetra fjarlægð. Það er það næsta sem geimfar hefur farið tunglinu. 30.3.2010 16:44
Þakhluti á höll Nerós hrundi í dag Stór hluti af þakinu á hinni Gullnu höll Nerós í Róm hrundi í dag. Ekki er vitað til þess að neinn hafi orðið þar undir, en slökkviliðsmenn hafa girt svæðið af og eru að leita í rústunum. 30.3.2010 15:47
Með hríðskotariffla í neðanjarðarlestum Lestarfarþegum í neðanjarðarlestum í New York brá í brún í morgun þegar þeir sáu lögreglumenn með hríðskotariffla, hjálma og í skotheldum vestum um borð í lestarvögnunum. 30.3.2010 14:24
Hvar í helv... er klósettpappírinn? Starfsmenn í Stjórnsýslumiðstöð breska ríkisins í West Midlands eru öskureiðir yfir því að búið er að setja upp tímamæla sem slökkva ljós á klósettum miðstöðvarinnar eftir tíu mínútur. 30.3.2010 13:45
Morðkvendin í Moskvu hyllt Margar vefsíður sem tengjast Al Kaida hafa hyllt konurnar tvær sem myrtu þrjátíu og níu Rússa í sprengjuárásum á neðanjarðarlestarkerfi Moskvu í gær. 30.3.2010 11:03
Tony Blair aftur í slaginn Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands blandar sér í dag í kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar sem að öllum líkindum verða haldnar sjötta maí næstkomandi. 30.3.2010 10:24
Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Finnska skáldkonan Sofi Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010. Verðlaunin hlýtur hún fyrir þriðju bók sína Puhdistus. 30.3.2010 10:07
Nú brosir Silvio breitt Það virðist vera nokkuð sama hversu mikið andstæðingarnir hamast á Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu. Hann heldur sínu og vel það. 30.3.2010 10:04
Viðurkennir að hafa ætlað að myrða Obama Tuttugu og eins árs gamall nýnasisti frá Tennesse í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa ætlað að myrða fjölda svartra Bandaríkjamanna. Þar á meðal Barack Obama, sem þá var öldungardeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi. 30.3.2010 08:23
Óttast að Kínverjar taki þúsundir manna af lífi Mannréttindasamtökin Amnesty International hvetja kínversk stjórnvöld til að greina frá því hversu margir borgarar eru teknir þar af lífi á hverju ári. 30.3.2010 08:00
Börn hreyfa sig of lítið Þriðjungur barna í öllum heiminum ver þremur tímum eða meira á dag fyrir framan tölvu eða sjónvarpið, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gert. Rannsóknin tók til nærri 73 þúsund barna á aldrinum 13 - 15 ára í 34 löndum. 30.3.2010 07:47
Þjóðarsorg í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa lýst yfir þjóðarsorg í landinu í dag vegna þeirra 38 sem fórust í sjálfsmorðssprengingum í landinu í fyrrinótt. 30.3.2010 07:00
Aung San Suu Kyi ekki fram Lýðræðishreyfingin í Búrma ætlar ekki að bjóða fram í þingkosningum, sem herforingjastjórnin hefur boðað til síðar í ár. Hreyfingin segir greinilegt að kosningarnar verði ekki lýðræðislegar. Þetta verða fyrstu þingkosningar í landinu í tvo áratugi. Herforingjastjórnin hefur lagt ríka áherslu á að stjórnarandstæðingar gæti hófs í baráttunni. 30.3.2010 06:00
Sakfelldir fyrir mútuþægni Fjórir yfirmenn ástralska fyrirtækisins Rio Tinto í Kína fengu sjö til fjórtán ára fangelsi fyrir að þiggja mútur og aðra spillingu, sem kínverskur dómstóll segir að hafi valdið kínverskum stáliðnaði alvarlegu tjóni. 30.3.2010 06:00
Pútín og Medvedev boða stríðsaðgerðir „Við munum halda áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum án þess að hvika þar til yfir lýkur,“ sagði Dmitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, eftir að tvær konur höfðu sprengt sig í loft upp á tveimur lestarstöðvum í Moskvu í gær. Auk árásarkvennanna létu að minnsta kosti 38 manns lífið og sextíu manns særðust. 30.3.2010 05:00
Svörtu ekkjurnar myrtu í Moskvu Það voru tvær svartar ekkjur sem gerðu árásirnar á háannatíma í neðanjarðarlestarkerfi Moskvuborgar eldsnemma í morgun. 29.3.2010 16:39
Segir Gerry Adams hafa fyrirskipað morð Fyrrverandi foringi í Írska lýðveldishernum segir að Gerry Adams þingmaður og forseti stjórnmálaflokksins Sinn Fein hafi fyrirskipað morðið á ekkju og tíu barna móður sem var skotin til bana í desember árið 1972. 29.3.2010 15:58
Jóhanna þegar komin með kattasmala -myndband Orð Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra um kattasmölun hafa vakið nokkra athygli og umræðu. 29.3.2010 15:14
Sonur Errols Flynn fundinn? Talið er að búið sé að finna jarðneskar leifar fréttaljósmyndarans Sean Flynn, sem var sonur leikarans margfræga Errolls Flynn. 29.3.2010 14:23
Mál og menning meðal 12 bestu í heimi Mál og menning við Laugaveg er nefnd meðal tólf bestu bókabúða í heimi á lista sem danska blaðið Berlingske Tidende tók saman. 29.3.2010 12:56
Búið að finna afturhluta kóresku korvettunnar Búið er að finna á hafsbotni afturhluta af suður-kóresku korvettunni Cheonan sem sökk síðastliðinn föstudag eftir mikla sprengingu. 29.3.2010 10:50
Ísraelar hafa áhyggjur af ímynd sinni Ný skoðanakönnun sýnir að Ísraelar hafa nokkrar áhyggjur af ímynd þjóðarinnar. 29.3.2010 10:15
Fótspor á tunglinu friðuð Fornleifafræðingar í Kaliforníu hafa friðlýst lendingarstað Apollo 11 geimfarsins sem flutti fyrstu mennina til tungslins árið 1969. 29.3.2010 10:01
Golfstraumurinn er ekki að hægja á sér Golfstraumurinn, hafstraumurinn sem gerir Ísland byggilegt, er ekki að hægja á sér. Þetta eru niðurstöður bandarískra vísindamanna sem nýttu sér gerfitungl til þess að mæla hafstraumana. 29.3.2010 09:59
Enn leitað að Suður-kóreskum sjóliðum Fjögur bandarísk herskip aðstoða nú Suður-Kóreska flotann við að finna tugi sjóliða sem enn er saknað eftir að Suður-Kóreskt herskip sprakk og sökk á föstudaginn var. 29.3.2010 09:00
Engir Íslendingar um borð í lestunum Engir Íslendingar voru á ferð í neðanjarðarlestarstöðvunum í Moskvu þar sem tvær konur sprengdu sig í loft upp í morgun. Þetta segir Bjarni Sigtryggsson sendiráðsritari í Moskvu í samtali við fréttastofu. 29.3.2010 08:26
NATO þyrla hrapaði í Afganistan Fjórtán eru slasaðir eftir að herþyrla á vegum NATO hrapaði í Suður-Afganistan í nótt. Enginn lést þegar þyrlan hrapaði en allir um borð voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. 29.3.2010 07:54
Tugir látnir í sjálfsmorðsprengingum í Moskvu Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir að tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestarkerfi Moskvu með skömmu millibili í morgun. Fyrri sprengjan sprakk á Lubyanka lestarstöðinni sem er nærri höfuðstöðvum rússnesku leyniþjónustunnar. 29.3.2010 06:59