Erlent

Forseti Afganistans úti í kuldanum í Washington

Óli Tynes skrifar
Ahmed Karzai, forseti Afganistans.
Ahmed Karzai, forseti Afganistans.

Ahmed Karzai forseti hefur meðal annars sagt að Vesturlönd séu að reyna að gera Afganistan að leppríki.

Hann hefur sakað Vesturlönd um að bera ábyrgð á miklu kosningasvindli í forsetakosningunum í ágúst árið 2009.

Og loks hefur hann hótað að ganga talibönum á hönd ef hann fái ekki vilja sínum framgengt við að stjórna landinu.

Í tengslum við kosningarnar beindi forsetinn spjótum sínum sérstaklega að Peter Galbraith sem var æðsti fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Afganistan á þeim tíma.

Galbraith svaraði fullum hálsi og sagði meðal annars í sjónvarpsviðtali að það væri sagt í forsetahöllinni í Kabúl að Karzai hefði fullmikið dálæti á helstu útflutningsvöru Afganistans og átti þá við heróín.

Furðu lostninn spyrjandinn innti hann eftir því hvort hann væri að segja að forseti Afganistans væri heróínfíkill.

Galbraith svaraði því til að hver svo sem orsökin væri væri Karzai ekki í tilfinningalegu jafnvægi.

Hvíta húsið hefur ekki blandað sér í þessar deilur en talsmaður Baracks Obama sagði að miðað við yfirlýsingar Afganans sé spurning hvort fyrirhugaður fundur þeirra á mánudaginn myndi þjóna einhverjum tilgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×