Erlent

Blár storkur vekur furðu

Óli Tynes skrifar

Fuglafræðingar eru dolfallnir yfir bláum storki sem hefur gert sér hreiður í bænum Biegen í sunnanverðu Þýskalandi.

Storkurinn er fagurblár á skrokkinn og mildari blár litur teygir sig út í vængina. Enginn fróður maður sem fjölmiðlar hafa talað við hafa nokkrusinni heyrt talað um bláan stork.

Þeir velta upp þeim möguleika að fuglinn hafi fengið á sig eitthvert litarefni en segja að hann sé svo eðlilega blár að ekki sé hægt að slá því föstu. Fuglafræðingarnir segja að þeir bíði spenntir eftir að sjá ungana sem verða til í hreiðrinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×