Erlent

Hitler vildi líkklæði Krists

Óli Tynes skrifar
Líkklæðið frá Torino.
Líkklæðið frá Torino.

Líkklæðið frá Torino sem sagt er vera líkklæði Krists var falið í klaustri Benediktusarmunka í síðari heimsstyrjöldinni af ótta við að Adolf Hitler léti stela því.

Hitler var heltekinn af allskonar yfirnáttúrulegum og sögulegum fyrirbærum. Kirkjunnar menn höfðu fengið fregnir af því að hann hefði mikla ágirnd á klæðinu.

Árið 1938 kom háttsettur naizistaforingi í heimsókn til Ítalíu og þótti spyrja ágengra og undarlegra spurninga um líkklæðið og geymslu þess.

Klæðinu var því komið í skjól í klaustrinu og geymt þar frá 1939 til 1946 að það var aftur flutt til Torino.

Árið 1943 munaði minnstu að klæðið fyndist þegar þýskir hermenn komu í klaustrið og leituðu meðal annars í kirkju þess.

Munkarnir brugðu á það ráð að leggjast allir á bæn þétt upp við altarið þar sem klæðið var falið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×