Erlent

Tíu ára gutti ætlaði að sprengja sig í loft upp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íraskir hermenn í Fallujah skoða sig um. Mynd/ AFP.
Íraskir hermenn í Fallujah skoða sig um. Mynd/ AFP.
Tíu ára gamall strákur, sem var á mála hjá al-Qaeda, hugðist sprengja sjálfan sig í loft upp austan við íraska bæinn Fallujah. Hann var handtekinn af írösku lögreglunni á miðvikudaginn, að því er Ritzau fréttastofan hefur eftir yfirmanni lögreglunnar.

Þrír menn óku drengnum inn í bæinn Shitser, sem er 75 kílómetrum fyrir vestan Bagdad. Þar átti hann að undirbúa sig fyrir sjálfsmorðsleiðangurinn, segir íraski lögreglumaðurinn. Hann vísar í vitnisburð drengsins sjálfs, máli sínu til stuðnings.

Fallujah var eitt sinn helsta vígi súnnímúslima en aðstæður hafa gjörbreyst til batnaðar þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×