Erlent

Pútín og Chavez hefja viðamikið samstarf

Pútín og Chavez á góðri stundu í Caracas.
Pútín og Chavez á góðri stundu í Caracas. MYND/AP
Vladimir Pútín forsætisráðherra Rússlands er nú staddur í heimsókn hjá Hugo Chavez forseta Venesúela og hafa ríkin tvö undirritað ýmsa samninga, meðal annars samning um að Rússar aðstoði Venesúela við að koma sér upp kjarnorkuveri. Annar samningur gerir ráð fyrir að Rússar hjálpi landinu til að koma sér upp iðnaði á sviði geimvísinda.

Chavez sagði við tilefnið að samstarfið sé á engan hátt hugsað sem ögrun við Bandaríkin. Stjórnmálaskýrendur segja samt augljóst að Chavez vilji sýna að hann eigi valdamikla vini. Pútin undirritaði einnig í ferðinni samning þess efnis að Rússasr hefji olíuleit á vatnasvæði Orinaca árinnar í Venezúela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×