Erlent

Súkkulaði gott fyrir hjartað

Páskaegg Súkkulaði í smáum skömmtum getur verið gott fyrir hjartað en varast skal að háma það í sig í stórum stíl. 
Fréttablaðið/Anton
Páskaegg Súkkulaði í smáum skömmtum getur verið gott fyrir hjartað en varast skal að háma það í sig í stórum stíl. Fréttablaðið/Anton

Þýskaland, AP Súkkulaði gæti minnkað líkurnar á hjartasjúkdómum, samkvæmt nýrri þýskri rannsókn. Hún leiddi í ljós að þeir sem borða lítinn skammt af súkkulaði á hverjum degi gætu minnkað líkurnar á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall um allt að 40 prósent.

Þýsku vísindamennirnir fylgdust með 20 þúsund manns um átta ára skeið. Þeir komust að því að það væru 39 prósenta lægri líkur að þeir fengju hjartaáfall eða heilablóðfall sem borðuðu að jafnaði sex grömm af súkkulaði á dag.

Aðrar rannsóknir hafa gefið svipaðar niðurstöður en engin þeirra hefur náð yfir jafn langan tíma og þessi. Vísindamenn varar hins vegar við óhóflegu súkkulaðiáti. Það geti leitt til þyngdaraukningar sem auki líkurnar á hjartasjúkdómum. - bs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×