Erlent

Mikil átök í Kyrgistan

Stjórnvöld í Kyrgistan eiga í alvarlegum vandræðum við að halda völdum í landinu eftir að mótmælendur og lögreglu lentu saman í vikunni með þeim afleiðingum að 17 hafa látist í átökunum. Ástandið er verst í höfuðborg Kyrgistan, Biskek.

Mótmælendur hafa meðal annars náð sjónvarpsstöð á sitt vald og krefjast þess að stjórnvöld segi af sér. Fregnir herma að hundrað manns hafi látist í átökunum en samkvæmt fréttavef BBC fæst það ekki staðfest.

Mótmælin eru tilkomin vegna ásakana um að forseti landsins, Bakiyev, hafi mistekist að koma böndum á spillingu þar í landi.

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Temir Sariyev á í samningaviðræðum við forseta landsins um að koma á friði. Sjálfur var Temir í fangelsi þar til mótmælendur frelsuðu hann á miðvikudaginn. Ekki er vitað hvar forsetinn heldur sig en hann er í felum.

Kyrgistan er í Mið-Asíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×