Fleiri fréttir

Kúba sama sæluríkið

Hvítklæddu konurnar á Kúbu fóru í mótmælagöngu í gær sem endaði eins og venjulega með því að lögreglan leysti gönguna upp með valdi.

Að drepa fyrir frægðina

Frönsk félagsfræðitilraun hefur vakið mikla athygli en í tilrauninni var þáttakendum talin trú um að þeir væru að taka þátt í nýjum sjónvarpsþætti. Þátturinn var kallaður "Leikur dauðans" og var þáttakendum talin trú um að þeir væru að taka þátt í fyrsta þættinum og var íburðarmikil sviðsmynd sett upp eins og um alvöru spurningaþátt væri að ræða. Leikurinn gekk út á að spyrja annan þáttakanda, sem bundinn var í stól og var í raun og veru leikari, spurninga.

Ísraelar trampa á Evrópusambandinu

Utanríkisráðherra Ísraels notaði heimsókn utanríkis- og öryggismálafulltrúa Evrópusambandsins til þess að verja þá ákvörðun ríkisstjórnar sinnar að byggja 1600 nýjar íbúðir í Austur-Jerúsalem.

Elísabet á pundinu í hálfa öld

Í þessari viku er hálf öld liðin frá því fyrstu sterlingspundin með andliti Englandsdrottningar voru prentaðir. Elísabet önnur Englandsdrottning gengur aldrei með reiðufé á sér að því er sagt er en í vikunni er hálf öld liðin frá því seðlar bretaveldis fóru að bera mynd af henni.

Búálfur framdi bankarán

Lögreglan í Tennessee í Bandaríkjunum skaut tvo menn til bana í gær, þegar til skotbardaga kom eftir að bankarán sem þeir frömdu fór út um þúfur. Annar mannanna var klæddur sem búálfur að írskum sið en í gær var dagur heilags Patreks haldinn hátíðlegur en hann má kalla þjóðhátíðardag Íra.

María mey birtist í Bosníu

Vatikanið í Róm hefur hafið formlega rannsókn í Bosníu en þar virðist sem María mey hafi birst ítrekað í kirkju einni í suðurhluta landsins. Fyrst sást til Maríu á þessum slóðum árið 1981 þegar hópur unglinga sagði frá því að þau hefðu oft séð Maríu í kirkjunni.

Ekkert fararsnið á mótmælendum í Bangkok

Stjórnarandstæðingar í Tælandi segjast ætla að halda mótmælum undanfarinna daga áfram uns kallað verði til kosninga. Fjórir dagar eru nú liðnir frá því mótmælin hófust og hefur heldur fækkað í hópnum sem taldi um 100 þúsund manns í fyrstu.

Ashton heimsækir Gaza

Yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, barónessan Catherine Ashton, heimsækir í dag Gaza-ströndina í Palestínu og verður hún þar með einn hæst setti vestræni stjórnmálamaðurinn sem þangað kemur frá því Hamas samtökin náðu þar völdum fyrir nokkrum árum.

Lögregluþjónn kveikti í húsum

Danskur lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að hafa undanfarnar vikur kveikt að minnsta kosti átta sinnum í húsum, bílskúrum og bifreiðum í Silkiborg, fjörutíu þúsund manna bæ á Jótlandi, skammt frá Árósum.

Evrópuríki selja pyntingartól

Mannréttindasamtökin Amnesty International hvetja Evrópusambandið til að loka öllum lagalegum smugum sem evrópsk fyrirtæki hafa notað til að selja pyntingartól til ríkja sem líkleg þykja til að nota slíkan búnað.

Segir bin Laden aldrei nást á lífi

Eric H. Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist sannfærður um að Osama bin Laden verði aldrei dreginn fyrir bandarískan dómstól.

Lárviðarljóð um hásin Beckhams

Lárviðarskáld Bretlands Carol Ann Duffy hefur gert hásin Davids Beckham ódauðlega með því að yrkja um hana ljóð. Á ensku heitir hásinin Achilles tendon.

Rússnesk ritskoðun

Tuttugu og fimm ára gamall bassaleikari í breskri hljómsveit var rekinn úr járnbrautarlest í Portsmouth þar sem hann sat og skrifaði lista yfir lög sem hljómsveitin ætlaði að leika á næsta giggi sínu.

Út með þig stelpa

Níutíu og tveggja ára gömul bresk ekkja hefur loks fengið samþykki dómstóla fyrir því að reka sextuga dóttur sína og sjötíu og sex ára tengdason burt af bóndabænum sem þau hafa deilt undanfarin ár.

Heimamenn í Úganda taka við

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur í auknu mæli ráðið innlenda verkefnisstjóra til starfa á vegum stofnunarinnar í Úganda. Aðeins tveir íslenskir verkefnisstjórar eru nú að störfum í landinu en þeir sinna ekki beinni framkvæmd verkefna heldur eftirfylgni og eftirliti. Þetta kemur fram í fréttabréfi Þróunarsamvinnustofnunar.

Foreldrar Baracks Obama á Hawaii

Í tilefni af fyrirhugaðri heimsókn Baracks Obama til Indónesíu hefur verið talsvert rifjað upp lífshlaup hans en sem barn bjó hann bæði á Hawaii og í Indónesíu.

Blackwater fær ekki samning í Afganistan

Ríkisendurskoðun í Bandaríkjunum hefur bannað eins milljarðs dollara samning Bandaríkjahers við öryggisfyrirtækið Blackwater um þjálfun afganskra lögreglumanna.

Breskar flugfreyjur safna liði erlendis

Stéttarfélag flugfreyja og flugþjóna í Bretlandi á í viðræðum við systurfélög sín í Bandaríkjunum og Ástralíu til þess að reyna að tryggja að British Airways geti ekki haldið uppi nokkru flugi ef til verkfalls kemur.

Kafari barðist við krókódíl

Ástralskur kafari háði baráttu upp á líf og dauða við fjögurra metra langan saltvatns-krókódíl undan vesturströnd Ástralíu í gær.

Helltu blóði fyrir utan heimili forsætisráðherrans

Rauðklæddir stjórnarandstæðingar í Tælandi helltu sínu eigin blóði fyrir utan heimili Abhisit Vejajjiva, forsætisráðherra landsins, í nótt. Forsætisráðherrann og fjölskylda hans voru að heiman.

Tilkynntu óvart að hundrað farþegar væru dauðir

Fyrir mistök fór tilkynning um mannskætt lestarslys á heimasíðu franska lestarfyrirtækisins SNCF í gær. Yfir hundrað farþegar voru sagðir látnir og á fjórða hundrað slasaðir eftir mikla sprengingu í hraðlest sem fer á milli París og borgarinnar Dijon.

Haítí þarf 11,5 milljarða dollara

Áætlanir stjórnvalda á Haítí miðast við að landið þurfi 11,5 milljarða Bandaríkjadollara til að byggja upp innviði landsins eftir jarðskjálftann sem reið yfir fyrir rúmum tveimur mánuðum.

Leiðtogi talibana átti í viðræðum við bróður Karzai

Mullah Abdul Ghani Baradar, háttsettur leiðtogi talibana sem handtekinn var um miðjan síðasta mánuð, er sagður hafa átt í leynilegum viðræðum við bróður Hamid Karzai, forseta Afganistans, skömmu fyrir handtökuna. Karzai hefur boðað til friðarráðstefnu í Kabúl í vor þar sem sett verður fram áætlun um aðlögun talibana að samfélaginu.

Barnaníðingur borgaði foreldrum fórnarlambs fyrir að þegja

Foreldrar fjögurra ára bresks drengs hafa verið harðlega gagnrýndir eftir að upp komst að fertugur kennari sem misnotaði son þeirra kynferðislega nokkrum sinnum borgaði þeim fyrir að þegja í stað þess að fara til lögreglunnar. Upp komst um málið þegar drengurinn sem nú er átta ára sagði frá því misnotkuninni.

Fanginn sem reyndi sjálfsvíg tekinn af lífi

Aftaka bandarísks fanga sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í Ohio í síðustu viku skömmu áður en yfirvöld hugðust taka hann af lífi með eitursprautu fór fram í gær. Maðurinn sem var dæmdur fyrir að myrða nágranna sinn fyrir 16 árum reyndist hafa gleypt banvænan skammt af lyfjum og var þeim dælt upp úr honum. Fresta varð aftökunni í viku svo hann næði heilsu á ný.

Mitchell frestar för til Ísraels

Deilur Ísraela og Bandaríkjastjórnar harðna dag frá degi. Í gær ákvað George Mitchell, sérlegur fulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Mið-Austurlanda, að fresta ferð sinni til Ísraels.

Bretum gert að skera enn meira niður

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að Bretar verði að standa sig betur við niðurskurð fjárlaga, eigi þeim að takast að ná nauðsynlegum tökum á fjárlagahallanum.

Tiger snýr aftur í golfið

Tiger Woods hefur tilkynnt að hann ætli að byrja aftur að spila golf og muni taka þátt í US Masters keppninni í apríl.

Úthelltu eigin blóði

Tugþúsundir Tailendinga úthelltu blóði sínu fyrir málstaðinn í dag, í orðsins fyllstu merkingu.

Þjóðverjarnir eru komnir

Það tókst ekki í fyrri heimsstyrjöldinni og það tókst ekki í síðari heimsstyrjöldinni. En í dag stjórna Þjóðverjar öllum helstu bílaverksmiðjum Bretlands.

Ég SAGÐI þér að fara í sætið þitt

Samtök flugfreyja og flugþjóna í Bandaríkjunum vilja að bardagalist sé bætt inn á kennsluskrá þeirra svo þau geti tekist á við hryðjuverkamenn og óróaseggi ef því er að skipta.

Vorþokan er komin í Hong Kong

Það er farið að vora víða um heim. Meðal annars í Hong Kong. En þótt menn heilsi vorinu þar fagnandi fylgja því oft nokkur óþægingi.

Yankee stay home

Þúsundir manna mættu á útifundi í Indónesíu um helgina til þess að mótmæla fyrirhugaðri heimsókn Baracks Obama til landsins síðar í þessum mánuði.

Hálfgert borgarastríð í Mexíkó

Baráttan við eiturlyfjabarónana í Mexíkó er sífellt meira að taka á sig mynd borgarastríðs. Ekki er óvenjulegt að tugir manna falli í skotbardögum á degi hverjum.

Sænskur vísindamaður hlýtur norræn líforkuverðlaun

Göran Berndes, sænskur vísindamaður, hlaut í dag líforkuverðlauna Norrænu ráðherranefndarinnar. Verðlaunin eru veitt einstaklingi eða samtökum sem hafa lagt mikið af mörkum til að auka notkun eða framleiðslu á líforku. Það var Andreas Carlgren, umhverfisráðherra Svíþjóðar, sem afhenti Berndes verðlaunin á orkuþingi sem fer fram í dag í Stokkhólmi.

Eftirskjálfti upp á 6,7 skók Chile

Eftirskjálfti upp á 6,7 á Richter skók strendur Chile í gærkvöld um 70 kílómetrum frá borginni Conception. Borgin varð illa úti í skjálfta upp á 8,8 á Richter sem reið yfir landið þann 27. febrúar síðastliðinn. Björgunarsveitamenn í Chile segja að enginn hafi skaðast í eftirskjálftanum og ekki sé vitað um að neinar skemmdir hafi orðið. Ekki er búist við að skjálftinn valdi flóðbylgju.

Börnum þrælað út í kakóframleiðslu

Næstum helmingurinn af kakói sem framleitt er í heiminum er unnið í barnaþrælkun á Fílabeinsströndinni. Þar er börnum þrælað út, allt niður í átta ára að aldri. Börnunum er í sumum tilfellum smyglað frá nærliggjandi löndum eins og Malí inn í Fílabeinsströndina. Þar er 40% af öllu kakói í heiminum framleitt og selt áfram til heimskunnra fyrirtækja á borð við Nestlé og Mars.

Nunna erfði hóruhús

Fimmtíu og fimm ára gömul nunna í Skotlandi erfði hóruhús í Austurríki eftir móður sína sem hún hafði aldrei séð.

Sjá næstu 50 fréttir