Erlent

Blackwater fær ekki samning í Afganistan

Óli Tynes skrifar
Gráir fyrir járnum; liðsmenn Blackwater í Írak.
Gráir fyrir járnum; liðsmenn Blackwater í Írak.

Ríkisendurskoðun í Bandaríkjunum hefur bannað eins milljarðs dollara samning Bandaríkjahers við öryggisfyrirtækið Blackwater um þjálfun afganskra lögreglumanna.

Samningurinn var bannaður á þeim forsendum að önnur fyrirtæki hefðu ekki notið jafnræðis.

Blackwater hefur annars misjafnt orð á sér eftir framgöngu sína í Írak. Það endaði með því að írösk stjórnvöld ráku það úr landi eftir að liðsmenn þess skutu til bana fjórtán manns sem sagðir voru alsaklausir borgarar.

Blackwater hefur nú enda breytt um nafn og heitir Xe Services.

Fyrirtækið leggur meðal annars til lífverði á hættulegum stöðum eins og Írak. Það kveðst stolt yfir því að enginn skjólstæðingur hafi nokkrusinni verið drepinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×